„Maður vinnur sér inn heppni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 22:42 Age Hareide á hliðarlínunni í leik kvöldsins. (AP Photo/Darko Vojinovic) Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. „Ég er mjög ánægður. Mér fannst strákarnir gera vel og þeir lögðu hart að sér. Það var ekki allt gott en vinnuframlagið og hæfileikar leikmanna skinu í gegn. Það þarf að hafa heppnina með sér og maður vinnur sér inn heppni,“ sagði Åge Hareide við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann eftir leik. Åge var sérstaklega ánægður með karakterinn sem íslenska liðið sýndi. Ísrael náði forystu örskömmu eftir að Orri Steinn Óskarsson misnotaði algjöru dauðafæri. „Andinn í liðinu hefur verið góður á æfingum. Þetta er góður leikmannahópur sem stendur saman. Þeir settu höfuðin ekki niður heldur héldu áfram að vinna eftir færið hjá Orra og síðan vítið sem við fengum á okkur. Þá var allt á móti okkur en þeir breyttu því og það var mjög vel gert. Þetta er gott fyrir liðið og stemmninguna í hópnum.“ Þá hrósaði Hardeide Alberti Guðmundssyni sem skoraði þrennu í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur Íslands. „Hann var frábær. Ég hef séð alla leiki hans hjá Genoa þar sem hann gefur gert mjög vel. Ég vissi að hann yrði mjög mikilvægur fyrir okkur ef hann gæti spilað, það var spurningin. Við erum mjög góðir að hann gæti spilað með okkur og vonum að allt falli með okkur í næsta leik gegn Bosníu,“ sagði Hareide að lokum en var þó snarlega leiðréttur af Stefáni Árna enda vann Úkraína sigur á Bosníu í kvöld með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Klippa: Hareide hress Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Mér fannst strákarnir gera vel og þeir lögðu hart að sér. Það var ekki allt gott en vinnuframlagið og hæfileikar leikmanna skinu í gegn. Það þarf að hafa heppnina með sér og maður vinnur sér inn heppni,“ sagði Åge Hareide við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann eftir leik. Åge var sérstaklega ánægður með karakterinn sem íslenska liðið sýndi. Ísrael náði forystu örskömmu eftir að Orri Steinn Óskarsson misnotaði algjöru dauðafæri. „Andinn í liðinu hefur verið góður á æfingum. Þetta er góður leikmannahópur sem stendur saman. Þeir settu höfuðin ekki niður heldur héldu áfram að vinna eftir færið hjá Orra og síðan vítið sem við fengum á okkur. Þá var allt á móti okkur en þeir breyttu því og það var mjög vel gert. Þetta er gott fyrir liðið og stemmninguna í hópnum.“ Þá hrósaði Hardeide Alberti Guðmundssyni sem skoraði þrennu í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur Íslands. „Hann var frábær. Ég hef séð alla leiki hans hjá Genoa þar sem hann gefur gert mjög vel. Ég vissi að hann yrði mjög mikilvægur fyrir okkur ef hann gæti spilað, það var spurningin. Við erum mjög góðir að hann gæti spilað með okkur og vonum að allt falli með okkur í næsta leik gegn Bosníu,“ sagði Hareide að lokum en var þó snarlega leiðréttur af Stefáni Árna enda vann Úkraína sigur á Bosníu í kvöld með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Klippa: Hareide hress Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira