Albert fyrstur til að skora tvær þrennur fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 10:01 Albert Guðmundsson fagnar fyrsta marki sínu sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu. AP/Darko Vojinovic Albert Guðmundsson varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í fótbolta sem nær að skora tvær þrennur fyrir Ísland. Albert skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri á Ísrael en með honum komu íslensku strákarnir sér í hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Fyrsta markið skoraði Albert beint úr aukaspyrnu, næsta mark eftir einleik í gegnum vörnina og það þriðja með því að vera réttur maður á réttum stað eftir frákast. Aðeins ellefu leikmenn höfðu náð því að skora þrennu fyrir leikinn í gærkvöldi og Albert var einn af þeim. Engum þeirra hafði tekist að skora tvær þrennur. Albert skoraði fyrri þrennu sína í vináttulandsleik á móti Indónesíu á Jakarta í janúar 2018. Það var jafnframt næstsíðasta þrennan fyrir landsliðið en í millitíðinni hafði Aron Einar Gunnarsson skorað þrennur í sigri á Liechtenstein í undankeppni EM í fyrra. Albert er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora þrennu í keppnisleik en fyrstu átta þrennur íslenska landsliðsins litu dagsins ljós í vináttulandsleikjum. Sá fyrsti til að skora þrennu í keppnislandsleik var Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM í Bern í september 2013. Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Albert skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri á Ísrael en með honum komu íslensku strákarnir sér í hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Fyrsta markið skoraði Albert beint úr aukaspyrnu, næsta mark eftir einleik í gegnum vörnina og það þriðja með því að vera réttur maður á réttum stað eftir frákast. Aðeins ellefu leikmenn höfðu náð því að skora þrennu fyrir leikinn í gærkvöldi og Albert var einn af þeim. Engum þeirra hafði tekist að skora tvær þrennur. Albert skoraði fyrri þrennu sína í vináttulandsleik á móti Indónesíu á Jakarta í janúar 2018. Það var jafnframt næstsíðasta þrennan fyrir landsliðið en í millitíðinni hafði Aron Einar Gunnarsson skorað þrennur í sigri á Liechtenstein í undankeppni EM í fyrra. Albert er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora þrennu í keppnisleik en fyrstu átta þrennur íslenska landsliðsins litu dagsins ljós í vináttulandsleikjum. Sá fyrsti til að skora þrennu í keppnislandsleik var Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM í Bern í september 2013. Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira