Hyggjast opna námuna og sækja efni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 11:04 Efni úr námunni hefur verið nýtt í varnargarða og vegavinnu yfir Grindavíkurveg. Myndin var tekin í fyrradag en í gærkvöldi flæddi hraun í miklum mæli ofan í námuna. Vísir/Vilhelm Verktakar sem vinna að vegagerð og varnargörðum á Reykjanesi hyggjast freista þess að opna Melhólsnámu, þar sem hraun flæddi inn í gærkvöldi. Til stendur að reyna að útvíkka námuna svo hægt sé að ná í efni sem notað yrði til að hækka varnargarða við Grindavík. Hraun úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni flæddi í gærkvöldi ofan í Melhólsnámu sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís segir í samtali við fréttastofu að hraun hafi farið að skríða af stað til vesturs og suðurs. Það hafi lagst upp að horninu á varnargörðum L7 og L12, þar sem þeir mætast. Þar stoppaði hraunið en fór ekki yfir garðana. Hraunið hélt áram að síga til vestur og náði að lokum ofan í námuna. Þar rann drjúgur hraunstraumur niður fram eftir nóttu, en rennslið virðist nú hafa stöðvast. Hraunið lagðist upp að varnargörðum á horninu á görðum L7 og L12 en náði ekki yfir þá.Vísir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís sagði í gær að það væri bagalegt að missa námuna, en nú stendur til að reyna að opna hana að einhverju leiti. „Við horfum til þess að útvíkka hana og geta tekið efni,“ segir Arnar Smári. Vinna hafin við hækkun varnargarðanna Arnar Smári segir að undirbúningsvinna sé hafin við hækkun varnargarðanna við Grindavík. Hvort það verði í þessu eldgosi sem hraun muni leggjast ofan á garðana sé óvíst, en annar atburður muni koma á eftir þessu. „Við erum byrjaðir að vinna vegi meðfram, innan við garðana til að geta ferðast til með efni og hækkað upp þar sem við teljum okkur geta það.“ Óvíst er hvenær hægt verður að hefjast handa við að leggja veg yfir hraunið sem enn á ný hefur flætt yfir Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Gasmengunar hefur orðið vart á Reykjanesi í kjölfar eldgossins en Arnar segir slíkt ekki hafa truflað vinnuna á svæðinu nema að litlu leyti. „Það voru tveir daga í vikunni þar sem við vorum í vandræðum á Svartsengissvæðinu en þegar vindátt er hagstæð truflar það ekki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Hraun úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni flæddi í gærkvöldi ofan í Melhólsnámu sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís segir í samtali við fréttastofu að hraun hafi farið að skríða af stað til vesturs og suðurs. Það hafi lagst upp að horninu á varnargörðum L7 og L12, þar sem þeir mætast. Þar stoppaði hraunið en fór ekki yfir garðana. Hraunið hélt áram að síga til vestur og náði að lokum ofan í námuna. Þar rann drjúgur hraunstraumur niður fram eftir nóttu, en rennslið virðist nú hafa stöðvast. Hraunið lagðist upp að varnargörðum á horninu á görðum L7 og L12 en náði ekki yfir þá.Vísir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís sagði í gær að það væri bagalegt að missa námuna, en nú stendur til að reyna að opna hana að einhverju leiti. „Við horfum til þess að útvíkka hana og geta tekið efni,“ segir Arnar Smári. Vinna hafin við hækkun varnargarðanna Arnar Smári segir að undirbúningsvinna sé hafin við hækkun varnargarðanna við Grindavík. Hvort það verði í þessu eldgosi sem hraun muni leggjast ofan á garðana sé óvíst, en annar atburður muni koma á eftir þessu. „Við erum byrjaðir að vinna vegi meðfram, innan við garðana til að geta ferðast til með efni og hækkað upp þar sem við teljum okkur geta það.“ Óvíst er hvenær hægt verður að hefjast handa við að leggja veg yfir hraunið sem enn á ný hefur flætt yfir Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Gasmengunar hefur orðið vart á Reykjanesi í kjölfar eldgossins en Arnar segir slíkt ekki hafa truflað vinnuna á svæðinu nema að litlu leyti. „Það voru tveir daga í vikunni þar sem við vorum í vandræðum á Svartsengissvæðinu en þegar vindátt er hagstæð truflar það ekki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira