Ísland mætir Póllandi á Kópavogsvelli 5. apríl og svo Þýskalandi á útivelli fjórum dögum síðar, í fyrstu leikjum sínum í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar.
Keppnin er um leið hluti af undankeppni EM 2025 í Sviss. Fjórða liðið í riðlinum er Austurríki og verður spilað þétt næstu mánuði, fram til 12. júlí. Tvö efstu liðin komast beint á EM en hin tvö fara í umspil.
Myndband af fundinum má sjá hér að neðan.