Orkumálastjóri íhugar forsetaframboð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 13:35 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segist hafa fengið margar áskoranir um að bjóða sig fram. „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð. Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira