Orkumálastjóri íhugar forsetaframboð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 13:35 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segist hafa fengið margar áskoranir um að bjóða sig fram. „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð. Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira