Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 15:42 Björn Ingi er þess fullviss að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti Íslands. Sjálf hefur hún ekkert gefið upp um hvort hún hyggi á framboð. Vísir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34