„Ágætt að ég sleppi því bara að mæta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2024 21:05 Þorsteinn Halldórsson er spenntur fyrir komandi verkefni. Vísir/Ívar Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag leikmannahóp kvennalandsliðs Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Krefjandi verkefni er fram undan. Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08