„Ef Albert má vinna leikinn þá má hann koma í viðtal“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2024 10:31 Albert fagnar í Búdapest. vísir/getty Það vakti mikla athygli eftir leik Íslands og Ísraels að stjarna leiksins, Albert Guðmundsson, fékk ekki að ræða við fjölmiðla eftir leik. KSÍ sagði þvert nei við slíkum bónum. Umræðan í kringnum málefni Alberts hafa ekki farið fram hjá neinum og KSÍ samdi nýja reglu á stjórnarfundi sínum sem gerði honum kleift að spila leikinn við Ísrael og hann mun einnig spila gegn Úkraínu á þriðjudag. „Út frá PR-sjónarmiði skil ég þá ákvörðun. Út frá því sem á undan er gengið og hvað gæti mögulega verið sagt í því viðtali,“ segir Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður í hlaðvarpinu Besta sætið sem er hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar. „En ef hann má vera í verkefninu, má spila og vinna leikinn fyrir okkur þá má hann líka koma í viðtöl finnst mér. Hluti af því að bjóða sig fram í landsliðið er að mæta í viðtöl og sinna því sem fylgir að vera landsliðsmaður.“ Klippa: Sigur á Ísrael eftir mikinn storm Valur segir einnig hafa verið skrýtna stemningu á þeirri knæpu þar sem hann horfi á Albert klára Ísraelana. „Það var dálítið skrítin stemning í kringum þetta allt saman. Auðvitað fagnar maður þegar Ísland skorar og vinnur leikinn. En stemningin var líka hjá fólki þannig að þurfti Albert endilega að vera hetjan. Var ekki hægt að vinna þetta öðruvísi?,“ bætti Valur við og tók svo fram að það væri með ólíkindum hvað Albert hefði spilað vel síðan hann var sakaður um kynferðisbrot. „Þetta er alveg galið.“ Umræðan um Albert hefst eftir um fimmtán mínútur af þættinum. Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Umræðan í kringnum málefni Alberts hafa ekki farið fram hjá neinum og KSÍ samdi nýja reglu á stjórnarfundi sínum sem gerði honum kleift að spila leikinn við Ísrael og hann mun einnig spila gegn Úkraínu á þriðjudag. „Út frá PR-sjónarmiði skil ég þá ákvörðun. Út frá því sem á undan er gengið og hvað gæti mögulega verið sagt í því viðtali,“ segir Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður í hlaðvarpinu Besta sætið sem er hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar. „En ef hann má vera í verkefninu, má spila og vinna leikinn fyrir okkur þá má hann líka koma í viðtöl finnst mér. Hluti af því að bjóða sig fram í landsliðið er að mæta í viðtöl og sinna því sem fylgir að vera landsliðsmaður.“ Klippa: Sigur á Ísrael eftir mikinn storm Valur segir einnig hafa verið skrýtna stemningu á þeirri knæpu þar sem hann horfi á Albert klára Ísraelana. „Það var dálítið skrítin stemning í kringum þetta allt saman. Auðvitað fagnar maður þegar Ísland skorar og vinnur leikinn. En stemningin var líka hjá fólki þannig að þurfti Albert endilega að vera hetjan. Var ekki hægt að vinna þetta öðruvísi?,“ bætti Valur við og tók svo fram að það væri með ólíkindum hvað Albert hefði spilað vel síðan hann var sakaður um kynferðisbrot. „Þetta er alveg galið.“ Umræðan um Albert hefst eftir um fimmtán mínútur af þættinum. Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira