Í góðri trú þegar hún kallaði mann nauðgara með barnagirnd Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2024 12:15 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir Landsréttur hefur sýknað konu af kröfum manns sem höfðaði mál á hendur henni, vegna ærumeiðandi ummæla í einkaskilaboðum og Facebook-hópi. Fallist var á að ummælin, sem sneru að því að maðurinn væri nauðgari og með barnagirnd, væru ærumeiðandi en að konan hafi verið í góðri trú. Í dómi Landsréttar kemur fram að konan hafi sent unnusu mannsins einkaskilaboð á Instagram. Kvaðst hún hafa ætlað í nokkurn tíma að hringja í unnustuna, samband hennar og stefnanda kæmi stefndu ekki við en hún teldi rétt að upplýsa unnustuna um að stefnandi væri nauðgari Eftirfarandi ummæli sendi konan á Instagram: „Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára.“ „Ég veit að hann hefur líka sótt í það að vinna í kringum börn og hefur allaveganna verið í 3 barnagæslum en verið rekinn/látinn fara af þeim öllum miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið.“ „Ég veit að ef ég væri með manni sem væri með barnagirnd eða nauðgari að þá myndi ég vilja vita af því.“ Sambærileg ummæli viðhafði hún nafnlaust á Facebook-hópnum „Stuðningur fyrir þolendur ofbeldis“ í janúar 2022. Maðurinn krafðist þess að ummælin yrðu fjarlægð og að konunni yrði gert að greiða honum miskabætur. Í dómi Landsréttar, sem staðfestur var með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að efni skilaboðanna væri tvímælalaust til þess fallið að skaða æru mannsins og ekki stæði það í vegi þess að þau hefðu verið viðhöfð í einkaskilaboðum. Aftur á móti var talið að konan væri í góðri trú, sem réttlætt getur ærumeiðandi ummæli í mati dómstóla á mörkum tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs. Rakið var að umræddar upplýsingar sem konan taldi sig búa yfir hafi hún byggt á frásögn bróður síns hans upplifun, sem hann staðfesti fyrir dómi. Væri því ekki talið að konan hafi verið í vondri trú um sannleiksgildi ummælanna. Þegar þessi sjónarmið væru virt í heild sinni yrði ekki talið að „nauðsyn bæri til þess í lýðræðislegu samfélagi“ að takmarka tjáningu konunnar með þeim hætti sem krafist var. Dómsmál Tjáningarfrelsi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í dómi Landsréttar kemur fram að konan hafi sent unnusu mannsins einkaskilaboð á Instagram. Kvaðst hún hafa ætlað í nokkurn tíma að hringja í unnustuna, samband hennar og stefnanda kæmi stefndu ekki við en hún teldi rétt að upplýsa unnustuna um að stefnandi væri nauðgari Eftirfarandi ummæli sendi konan á Instagram: „Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára.“ „Ég veit að hann hefur líka sótt í það að vinna í kringum börn og hefur allaveganna verið í 3 barnagæslum en verið rekinn/látinn fara af þeim öllum miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið.“ „Ég veit að ef ég væri með manni sem væri með barnagirnd eða nauðgari að þá myndi ég vilja vita af því.“ Sambærileg ummæli viðhafði hún nafnlaust á Facebook-hópnum „Stuðningur fyrir þolendur ofbeldis“ í janúar 2022. Maðurinn krafðist þess að ummælin yrðu fjarlægð og að konunni yrði gert að greiða honum miskabætur. Í dómi Landsréttar, sem staðfestur var með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að efni skilaboðanna væri tvímælalaust til þess fallið að skaða æru mannsins og ekki stæði það í vegi þess að þau hefðu verið viðhöfð í einkaskilaboðum. Aftur á móti var talið að konan væri í góðri trú, sem réttlætt getur ærumeiðandi ummæli í mati dómstóla á mörkum tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs. Rakið var að umræddar upplýsingar sem konan taldi sig búa yfir hafi hún byggt á frásögn bróður síns hans upplifun, sem hann staðfesti fyrir dómi. Væri því ekki talið að konan hafi verið í vondri trú um sannleiksgildi ummælanna. Þegar þessi sjónarmið væru virt í heild sinni yrði ekki talið að „nauðsyn bæri til þess í lýðræðislegu samfélagi“ að takmarka tjáningu konunnar með þeim hætti sem krafist var.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira