Albert mætir liðsfélaga og staðan 9-4 fyrir Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 12:46 Ruslan Malinovskyi og Albert Guðmundsson eru liðsfélagar hjá Genoa en aðeins annar þeirra verður brosandi eftir leikinn á þriðjudagskvöld. Getty/Emmanuele Ciancaglini Ljóst er að Ísland á fyrir höndum talsvert erfiðari leik á þriðjudaginn, gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í fótbolta, en þegar liðið sló út Ísrael með 4-1 sigri á fimmtudaginn. Það er að minnsta kosti það sem ætla má út frá leikmannahópum liðanna. Úkraínumenn, sem voru ótrúlega nálægt því að skilja Ítalíu eftir og komast beint á EM úr undankeppninni, eru með leikmenn í sumum af allra bestu liðum Evrópu. Ef horft er til leikmanna félagsliða í stóru deildunum fimm í Evrópu (efstu deildum Englands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Frakklands), þá er staðan 8-4 fyrir Úkraínu miðað við 23 manna hópana sem liðin tefldu fram á fimmtudaginn. Úkraína vann þá afar torsóttan sigur á Bosníu, 2-1, eftir að hafa verið undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Mykhailo Mudryk er ein helsta stjarna Úkraínumanna enda borgaði Chelsea 100 milljónir evra fyrir hann.Getty/Srdjan Stevanovic Zinchenko, Mudryk og Mykolenko bíða Íslands Í liði Úkraínumanna eru þekktastir þeir Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, og Myhkailo Mudryk, leikmaður Chelsea. Tveir leikmenn til viðbótar spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru varnarmennirnir Vitaliy Mykolenko og Ilya Zabarnyi, sem spila með Everton og Bournemouth. Artem Dovbyk hefur raðað inn mörkum á Spáni í vetur og fagnar hér sigurmarki sínu gegn Bosníu á fimmtudaginn.Getty/Srdjan Stevanovic Fjórir leikmenn Úkraínu spila í efstu deild á Spáni, þar á meðal Artem Dovbyk sem er í baráttunni um gullskóinn eftir að hafa skorað 14 deildarmörk fyrir Girona í vetur. Hann skoraði sigurmarkið gegn Bosníu eftir fyrirgjöf Roman Yaremchuk, leikmanns Valencia, sem skoraði fyrra mark Úkraínu og er markahæstur í úkraínska hópnum með 14 mörk í 47 landsleikjum. Aðalmarkvörður Real Madrid í rammanum Markvörðurinn Andriy Lunin er orðinn aðalmarkvörður stórliðs Real Madrid, í fjarveru Thibaut Courtois sem verið hefur meiddur í allan vetur, og heldur hann Kepa Arrizabalaga á bekknum. Fjórði leikmaður Úkraínu á Spáni er svo Viktor Tsyhankov, sem skorað hefur 6 deildarmörk fyrir Girona í vetur, en hann var þó ekki í hópnum gegn Bosníu. Andriy Lunin er aðalmarkvörður Real Madrid.Getty/Helios de la Rubia Loks er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa, Ruslan Malinovskyi, í liði Úkraínu og þar með níu leikmenn í æfingahópi Úkraínu sem spila í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu. Fjórir íslenskir í bestu deildunum Hjá Íslandi eru auk Alberts þeir Hákon Arnar Haraldsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Rafn Valdimarsson á mála hjá félögum í einhverri af stóru deildunum. Hákon hefur spilað mikið að undanförnu með Lille en Jóhann lítið með Burnley og Hákon bíður þess enn að spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford eftir komuna í janúar. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Það er að minnsta kosti það sem ætla má út frá leikmannahópum liðanna. Úkraínumenn, sem voru ótrúlega nálægt því að skilja Ítalíu eftir og komast beint á EM úr undankeppninni, eru með leikmenn í sumum af allra bestu liðum Evrópu. Ef horft er til leikmanna félagsliða í stóru deildunum fimm í Evrópu (efstu deildum Englands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Frakklands), þá er staðan 8-4 fyrir Úkraínu miðað við 23 manna hópana sem liðin tefldu fram á fimmtudaginn. Úkraína vann þá afar torsóttan sigur á Bosníu, 2-1, eftir að hafa verið undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Mykhailo Mudryk er ein helsta stjarna Úkraínumanna enda borgaði Chelsea 100 milljónir evra fyrir hann.Getty/Srdjan Stevanovic Zinchenko, Mudryk og Mykolenko bíða Íslands Í liði Úkraínumanna eru þekktastir þeir Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, og Myhkailo Mudryk, leikmaður Chelsea. Tveir leikmenn til viðbótar spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru varnarmennirnir Vitaliy Mykolenko og Ilya Zabarnyi, sem spila með Everton og Bournemouth. Artem Dovbyk hefur raðað inn mörkum á Spáni í vetur og fagnar hér sigurmarki sínu gegn Bosníu á fimmtudaginn.Getty/Srdjan Stevanovic Fjórir leikmenn Úkraínu spila í efstu deild á Spáni, þar á meðal Artem Dovbyk sem er í baráttunni um gullskóinn eftir að hafa skorað 14 deildarmörk fyrir Girona í vetur. Hann skoraði sigurmarkið gegn Bosníu eftir fyrirgjöf Roman Yaremchuk, leikmanns Valencia, sem skoraði fyrra mark Úkraínu og er markahæstur í úkraínska hópnum með 14 mörk í 47 landsleikjum. Aðalmarkvörður Real Madrid í rammanum Markvörðurinn Andriy Lunin er orðinn aðalmarkvörður stórliðs Real Madrid, í fjarveru Thibaut Courtois sem verið hefur meiddur í allan vetur, og heldur hann Kepa Arrizabalaga á bekknum. Fjórði leikmaður Úkraínu á Spáni er svo Viktor Tsyhankov, sem skorað hefur 6 deildarmörk fyrir Girona í vetur, en hann var þó ekki í hópnum gegn Bosníu. Andriy Lunin er aðalmarkvörður Real Madrid.Getty/Helios de la Rubia Loks er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa, Ruslan Malinovskyi, í liði Úkraínu og þar með níu leikmenn í æfingahópi Úkraínu sem spila í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu. Fjórir íslenskir í bestu deildunum Hjá Íslandi eru auk Alberts þeir Hákon Arnar Haraldsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Rafn Valdimarsson á mála hjá félögum í einhverri af stóru deildunum. Hákon hefur spilað mikið að undanförnu með Lille en Jóhann lítið með Burnley og Hákon bíður þess enn að spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford eftir komuna í janúar. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira