Albert mætir liðsfélaga og staðan 9-4 fyrir Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 12:46 Ruslan Malinovskyi og Albert Guðmundsson eru liðsfélagar hjá Genoa en aðeins annar þeirra verður brosandi eftir leikinn á þriðjudagskvöld. Getty/Emmanuele Ciancaglini Ljóst er að Ísland á fyrir höndum talsvert erfiðari leik á þriðjudaginn, gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í fótbolta, en þegar liðið sló út Ísrael með 4-1 sigri á fimmtudaginn. Það er að minnsta kosti það sem ætla má út frá leikmannahópum liðanna. Úkraínumenn, sem voru ótrúlega nálægt því að skilja Ítalíu eftir og komast beint á EM úr undankeppninni, eru með leikmenn í sumum af allra bestu liðum Evrópu. Ef horft er til leikmanna félagsliða í stóru deildunum fimm í Evrópu (efstu deildum Englands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Frakklands), þá er staðan 8-4 fyrir Úkraínu miðað við 23 manna hópana sem liðin tefldu fram á fimmtudaginn. Úkraína vann þá afar torsóttan sigur á Bosníu, 2-1, eftir að hafa verið undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Mykhailo Mudryk er ein helsta stjarna Úkraínumanna enda borgaði Chelsea 100 milljónir evra fyrir hann.Getty/Srdjan Stevanovic Zinchenko, Mudryk og Mykolenko bíða Íslands Í liði Úkraínumanna eru þekktastir þeir Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, og Myhkailo Mudryk, leikmaður Chelsea. Tveir leikmenn til viðbótar spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru varnarmennirnir Vitaliy Mykolenko og Ilya Zabarnyi, sem spila með Everton og Bournemouth. Artem Dovbyk hefur raðað inn mörkum á Spáni í vetur og fagnar hér sigurmarki sínu gegn Bosníu á fimmtudaginn.Getty/Srdjan Stevanovic Fjórir leikmenn Úkraínu spila í efstu deild á Spáni, þar á meðal Artem Dovbyk sem er í baráttunni um gullskóinn eftir að hafa skorað 14 deildarmörk fyrir Girona í vetur. Hann skoraði sigurmarkið gegn Bosníu eftir fyrirgjöf Roman Yaremchuk, leikmanns Valencia, sem skoraði fyrra mark Úkraínu og er markahæstur í úkraínska hópnum með 14 mörk í 47 landsleikjum. Aðalmarkvörður Real Madrid í rammanum Markvörðurinn Andriy Lunin er orðinn aðalmarkvörður stórliðs Real Madrid, í fjarveru Thibaut Courtois sem verið hefur meiddur í allan vetur, og heldur hann Kepa Arrizabalaga á bekknum. Fjórði leikmaður Úkraínu á Spáni er svo Viktor Tsyhankov, sem skorað hefur 6 deildarmörk fyrir Girona í vetur, en hann var þó ekki í hópnum gegn Bosníu. Andriy Lunin er aðalmarkvörður Real Madrid.Getty/Helios de la Rubia Loks er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa, Ruslan Malinovskyi, í liði Úkraínu og þar með níu leikmenn í æfingahópi Úkraínu sem spila í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu. Fjórir íslenskir í bestu deildunum Hjá Íslandi eru auk Alberts þeir Hákon Arnar Haraldsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Rafn Valdimarsson á mála hjá félögum í einhverri af stóru deildunum. Hákon hefur spilað mikið að undanförnu með Lille en Jóhann lítið með Burnley og Hákon bíður þess enn að spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford eftir komuna í janúar. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Það er að minnsta kosti það sem ætla má út frá leikmannahópum liðanna. Úkraínumenn, sem voru ótrúlega nálægt því að skilja Ítalíu eftir og komast beint á EM úr undankeppninni, eru með leikmenn í sumum af allra bestu liðum Evrópu. Ef horft er til leikmanna félagsliða í stóru deildunum fimm í Evrópu (efstu deildum Englands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Frakklands), þá er staðan 8-4 fyrir Úkraínu miðað við 23 manna hópana sem liðin tefldu fram á fimmtudaginn. Úkraína vann þá afar torsóttan sigur á Bosníu, 2-1, eftir að hafa verið undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Mykhailo Mudryk er ein helsta stjarna Úkraínumanna enda borgaði Chelsea 100 milljónir evra fyrir hann.Getty/Srdjan Stevanovic Zinchenko, Mudryk og Mykolenko bíða Íslands Í liði Úkraínumanna eru þekktastir þeir Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, og Myhkailo Mudryk, leikmaður Chelsea. Tveir leikmenn til viðbótar spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru varnarmennirnir Vitaliy Mykolenko og Ilya Zabarnyi, sem spila með Everton og Bournemouth. Artem Dovbyk hefur raðað inn mörkum á Spáni í vetur og fagnar hér sigurmarki sínu gegn Bosníu á fimmtudaginn.Getty/Srdjan Stevanovic Fjórir leikmenn Úkraínu spila í efstu deild á Spáni, þar á meðal Artem Dovbyk sem er í baráttunni um gullskóinn eftir að hafa skorað 14 deildarmörk fyrir Girona í vetur. Hann skoraði sigurmarkið gegn Bosníu eftir fyrirgjöf Roman Yaremchuk, leikmanns Valencia, sem skoraði fyrra mark Úkraínu og er markahæstur í úkraínska hópnum með 14 mörk í 47 landsleikjum. Aðalmarkvörður Real Madrid í rammanum Markvörðurinn Andriy Lunin er orðinn aðalmarkvörður stórliðs Real Madrid, í fjarveru Thibaut Courtois sem verið hefur meiddur í allan vetur, og heldur hann Kepa Arrizabalaga á bekknum. Fjórði leikmaður Úkraínu á Spáni er svo Viktor Tsyhankov, sem skorað hefur 6 deildarmörk fyrir Girona í vetur, en hann var þó ekki í hópnum gegn Bosníu. Andriy Lunin er aðalmarkvörður Real Madrid.Getty/Helios de la Rubia Loks er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa, Ruslan Malinovskyi, í liði Úkraínu og þar með níu leikmenn í æfingahópi Úkraínu sem spila í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu. Fjórir íslenskir í bestu deildunum Hjá Íslandi eru auk Alberts þeir Hákon Arnar Haraldsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Rafn Valdimarsson á mála hjá félögum í einhverri af stóru deildunum. Hákon hefur spilað mikið að undanförnu með Lille en Jóhann lítið með Burnley og Hákon bíður þess enn að spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford eftir komuna í janúar. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira