Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 16:53 Pútín lýsti yfir degi þjóðarsorgar á morgun í ávarpinu. AP Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“ Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira