Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 16:53 Pútín lýsti yfir degi þjóðarsorgar á morgun í ávarpinu. AP Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“ Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira