Hryðjuverkaárás í Moskvu „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. Erlent 4.4.2024 17:11 Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Erlent 3.4.2024 13:00 Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Erlent 28.3.2024 19:59 Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. Erlent 27.3.2024 20:11 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. Erlent 26.3.2024 22:31 Hverjir eru ISKP? Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þegar Kalífadæmi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi féll í mars 2019 markaði það ekki endalok hryðjuverkasamtakanna sjálfra. Síðan þá hefur hver leiðtoginn á fætur öðrum verið felldur af bandarískum hermönnum en samtökin sjálf hafa þó tórað áfram, í einhverri mynd. Erlent 26.3.2024 09:00 Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. Erlent 25.3.2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. Erlent 25.3.2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. Erlent 24.3.2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. Erlent 24.3.2024 15:02 Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. Erlent 24.3.2024 07:58 Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. Innlent 23.3.2024 20:19 Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. Erlent 23.3.2024 16:53 Minnst 133 látnir og fjórir grunaðir handteknir Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið ellefu í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi. Fjórir þeirra handteknu eru grunaðir um aðild að árásinni, en í henni létust að minnsta kosti 133. Erlent 23.3.2024 09:43 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. Erlent 22.3.2024 21:33 Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Minnst fjórir dulbúnir menn hófu skothríð í tónleikasal í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Rússneskir miðlar greina frá því ásamt Reuters. Erlent 22.3.2024 18:48
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. Erlent 4.4.2024 17:11
Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Erlent 3.4.2024 13:00
Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Erlent 28.3.2024 19:59
Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. Erlent 27.3.2024 20:11
Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. Erlent 26.3.2024 22:31
Hverjir eru ISKP? Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þegar Kalífadæmi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi féll í mars 2019 markaði það ekki endalok hryðjuverkasamtakanna sjálfra. Síðan þá hefur hver leiðtoginn á fætur öðrum verið felldur af bandarískum hermönnum en samtökin sjálf hafa þó tórað áfram, í einhverri mynd. Erlent 26.3.2024 09:00
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. Erlent 25.3.2024 22:01
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. Erlent 25.3.2024 10:47
Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. Erlent 24.3.2024 21:37
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. Erlent 24.3.2024 15:02
Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. Erlent 24.3.2024 07:58
Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. Innlent 23.3.2024 20:19
Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. Erlent 23.3.2024 16:53
Minnst 133 látnir og fjórir grunaðir handteknir Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið ellefu í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi. Fjórir þeirra handteknu eru grunaðir um aðild að árásinni, en í henni létust að minnsta kosti 133. Erlent 23.3.2024 09:43
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. Erlent 22.3.2024 21:33
Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Minnst fjórir dulbúnir menn hófu skothríð í tónleikasal í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Rússneskir miðlar greina frá því ásamt Reuters. Erlent 22.3.2024 18:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent