Erika Nótt með tímamótasigur fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 15:02 Erika Nótt Einarsdóttir með verðlaunagrip sinn sem Norðurlandameistari í hnefaleikum 2024. mynd/HNÍ Hin 17 ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð í dag fyrst Íslendinga til þess að vinna Norðurlandameistaratitil í hnefaleikum, á Norðurlandamótinu sem var að ljúka í Danmörku. Íslenski hópurinn vann þrjár medalíur á mótinu en það var árangur Eriku sem stóð upp úr því hún gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil. Í tilkynningu segir að Erika hafi unnið sænskan andstæðing sinn í úrslitum, Arina Vakili, með miklum yfirburðum. Þó að Ísland hafi alloft keppt á Norðurlandamóti eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslendings á slíku móti. Ekki nóg með það heldur var Erika valin besta unga hnefaleikakonan á mótinu, þar sem valið stóð á milli þeirra kvenboxara sem voru undir 19 ára aldri. Einnig silfur og brons Nóel Freyr Ragnarsson vann Norðmann með sannfærandi hætti í undanúrslitum -67 kg flokks, hjá U19 ára, en varð að sætta sig við silfur eftir hörkubardaga við danskan mótherja sem jafnframt var ríkjandi Norðurlandameistari. Benedikt Gylfi Eiríksson hlaut svo brons í U19 ára flokki, í -75 kg flokki, en hann tapaði fyrir dönskum keppinaut í undanúrslitum. Landsliðið á síðustu æfingunni fyrir ferðina út til Danmerkur: Gabríel Warén, Hafþór Magnússon, Erika Nótt Einarsdóttir, Elmar Gauti Halldórsson, Nóel Freyr Ragnarsson, Benedikt Gylfi Eiríksson, Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og Arnór Már Grímsson aðstoðarþjálfari í ferðinni.HNÍ Alls voru sex íslenskir keppendur á mótinu. Elmar Gauti Halldórsson keppti í -75kg og lenti í fyrstu viðureign gegn Norðmanni sem að endingu vann mótið. Hafþór Magnússon, í -67 kg, tapaði í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun 1-4 gegn Svía í virkilega jöfnum bardaga. Gabríel Warén, U19 -63,5kg, tapaði gegn Norðmanni í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun, 3-2. Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari er mjög ánægður með heildarárangur liðsins og segir að framtíðin sé björt í hnefaleikum á Íslandi. Þessi árangur sýni það vel að skrefin séu góð sem verið sé að taka fram á við. Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
Íslenski hópurinn vann þrjár medalíur á mótinu en það var árangur Eriku sem stóð upp úr því hún gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil. Í tilkynningu segir að Erika hafi unnið sænskan andstæðing sinn í úrslitum, Arina Vakili, með miklum yfirburðum. Þó að Ísland hafi alloft keppt á Norðurlandamóti eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslendings á slíku móti. Ekki nóg með það heldur var Erika valin besta unga hnefaleikakonan á mótinu, þar sem valið stóð á milli þeirra kvenboxara sem voru undir 19 ára aldri. Einnig silfur og brons Nóel Freyr Ragnarsson vann Norðmann með sannfærandi hætti í undanúrslitum -67 kg flokks, hjá U19 ára, en varð að sætta sig við silfur eftir hörkubardaga við danskan mótherja sem jafnframt var ríkjandi Norðurlandameistari. Benedikt Gylfi Eiríksson hlaut svo brons í U19 ára flokki, í -75 kg flokki, en hann tapaði fyrir dönskum keppinaut í undanúrslitum. Landsliðið á síðustu æfingunni fyrir ferðina út til Danmerkur: Gabríel Warén, Hafþór Magnússon, Erika Nótt Einarsdóttir, Elmar Gauti Halldórsson, Nóel Freyr Ragnarsson, Benedikt Gylfi Eiríksson, Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og Arnór Már Grímsson aðstoðarþjálfari í ferðinni.HNÍ Alls voru sex íslenskir keppendur á mótinu. Elmar Gauti Halldórsson keppti í -75kg og lenti í fyrstu viðureign gegn Norðmanni sem að endingu vann mótið. Hafþór Magnússon, í -67 kg, tapaði í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun 1-4 gegn Svía í virkilega jöfnum bardaga. Gabríel Warén, U19 -63,5kg, tapaði gegn Norðmanni í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun, 3-2. Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari er mjög ánægður með heildarárangur liðsins og segir að framtíðin sé björt í hnefaleikum á Íslandi. Þessi árangur sýni það vel að skrefin séu góð sem verið sé að taka fram á við.
Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira