Körfubolti

Martin drjúgur í mikli­vægum sigri

Siggeir Ævarsson skrifar
Martin var drjúgur í kvöld
Martin var drjúgur í kvöld Alba Berlín

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin unnu mikilvægan sigur í toppbaráttunni í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Chemnitz á útivelli 75-79.

Martin var líkt og oft áður í stóru hlutverki hjá Alba Berlin en hann var næst stigahæstur með ellefu stig og þá var hann með flestar stoðsendingar í sínu liði, fimm talsins.

Alba Berlin hefur verið á mikilli siglingu í deildinni og unnið hvern leikinn á fætur öðrum en þetta var sjöundi sigurleikur liðsins í deildinni í röð. Liðið er sem stendur í þriðja sæti, rétt á eftir Chemnitz sem situr í öðru sæti. 

Í spænsku deildinni lék Tryggvi Snær Hlinason rúmar 17 mínútur með Bilbao þegar liðið lagði Baskonia 82-80 í spennuleik. Tryggvi skilaði sex stigum og átta fráköstum að þessu sinni og var frákastahæstur í sínu liði.

Í spænsku B-deildinni, Leb Oro, var Jón Axel Guðmundsson öflugur fyrir Alicante en hann var stigahæstur með 23 stig. Bætti hann við þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og tveimur stolnum boltum og varð einnig framlagshæstur sinna manna.

Góð frammistaða Jóns Axels dugði þó ekki til en Alicante töpuðu leiknum gegn Tizona 90-75.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×