Kostnaðaraðhald Símans „er til fyrirmyndar“
Mikil samkeppni er á fjarskiptamarkaði og því geta kostnaðarhækkanir verið erfiðar viðureignar ef viðhalda á framlegðarstigi, segir í verðmati Símans þar sem bent er á að tekjur hafi ekki haldið í við verðbólgu á milli ára. „Verðbólguumhverfið lítur töluvert betur út fyrir árið 2024 sem er til hagsbóta fyrir félög líkt og Símann sem eru með að hluta með verðtryggðan rekstrarkostnað. Tekjur eru á móti meira seigfljótandi,“ segir greinandi sem telur að kostnaðaraðhald Símans sé til fyrirmyndar.
Tengdar fréttir
Hlutabréfamarkaðurinn er í meira jafnvægi og „ekki allt á kostakjörum“
Hlutabréfamarkaðurinn er í meira jafnvægi en í lok október þegar hann var „nærri lágmarki“ en frá þeim tíma hefur hann hækkað nær linnulaust. „Það er ekki allt á kostakjörum á markaðnum lengur líkt og var fyrir um þremur mánuðum síðan,“ að mati hlutabréfagreinenda, en fyrirtæki á markaði voru þá vanmetin um tæp 37 prósent en nú er hlutfallið um 16 prósent.
Síminn ekki „sloppið undan sölugleði markaðarins“ sem hafi gengið of langt
Greinandi verðmetur Símann 57 prósentum hærra en markaðsvirði er um þessar mundir. Á einu ári hefur gengið félagsins lækkað um 20 prósent sem er lítillega meira en lækkun Aðalvísitölu hlutabréfamarkaðarins. „Síminn hefur ekki sloppið undan sölugleði markaðarins og þykir Jakobsson Capital að markaðurinn sé kominn fulllangt fram úr sér sjálfum.“
Útlánastafli Símans gæti tvöfaldast á þessu ári
Umsvif Símans á lánamarkaði gætu tvöfaldast á þessu ári að mati Orra Haukssonar, forstjóra fjarskiptafélagsins, en velgengni fjártæknilausnarinnar Síminn Pay var ein ástæða fyrir því að vaxtatekjur fyrirtækisins voru hærri en vaxtagjöld á fyrsta fjórðungi ársins.
Lánastarfsemi Símans gæti orðið „eins og sparisjóður að stærð“
Útlánastarfsemi er orðin það stór þáttur í rekstri Símans að ekki er hægt að líta fram hjá honum lengur og haldi vöxturinn áfram gæti starfsemin nálgast það að verða „eins og sparisjóður að stærð“ eftir nokkur ár.