Southgate talar um krísu á meðan Walker gæti spilað næsta leik Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 22:30 Gareth Southgate er á leið á sitt fjórða stórmót sem þjálfari Englands. Hann vonast til að leikmenn verði búnir að jafna sig af meiðslum áður en EM 2024 hefst. Richard Sellers/Getty Images Gareth Southgate segist aldrei hafa lent í annarri eins meiðslakrísu og enska karlalandsliðið í knattspyrnu glímir nú við. Á sama tíma kom fram að Kyle Walker ætti að vera klár í stórleik Manchester City og Arsenal um næstu helgi. England tapaði á dögunum 1-0 fyrir Brasilíu í vináttuleik. Í kjölfarið drógu nafnarnir Harry Kane (Bayern München) og Maguire (Manchester United) sig úr enska landsliðinu. Sömu sögu er að segja af Kyle Walker (Man City) sem er þó minna meiddur en fyrst var óttast. Sky Sports hefur greint frá því að hinn 33 ára gamli Walker verði að öllum líkindum við hestaheilsu þegar Man City fær Arsenal í heimsókn næstkomandi sunnudag. Liðin eru í harðri baráttu við Liverpool um enska meistaratitilinn. BREAKING: Kyle Walker's hamstring problem isn't thought to be too serious, could be available for Man City's crucial game against Arsenal pic.twitter.com/mdQxYNJ9V5— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 Sky Sports greindi einnig frá því fyrr í dag að Southgate ætti engin svör við öllum þeim meiðslum sem væru að hrjá leikmenn enska landsliðsins um þessar mundir. Liðið mætir Belgíu í vináttuleik annað kvöld og er án allt að 15 leikmanna sem Southgate myndi að öllu jafna velja í hóp sinn. Ásamt þeim Kane, Maguire og Walker þá dró Bukayo Saka sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Brasilíu ásamt því að markvörðurinn Sam Johnstone (Crystal Palace) meiddist. Það er talið ólíklegt að hann verði klár fyrir EM í sumar. Nick Pope, Kieran Trippier (báðir Newcastle United), Luke Shaw (Man Utd) Reece James, Levi Colwill (báðir Chelsea) Marc Guehi (Crystal Palace), Tyrone Mings (Aston Villa), Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jack Grealish (Man City) og Callum Wilson (Newcastle) eru einnig á meiðslalistanum. "There are some big question marks at the moment"Mark McAdam takes a look at injury issues that Gareth Southgate's side are facing ahead of the Euros pic.twitter.com/TXVIVt5pML— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 „Þetta er ótrúlegur fjöldi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En þetta þýðir að það eru tækifæri fyrir aðra leikmenn. Við sáum leikmenn stíga upp gegn Brasilíu og grípa gæsina,“ sagði Southgate á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Belgíu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
England tapaði á dögunum 1-0 fyrir Brasilíu í vináttuleik. Í kjölfarið drógu nafnarnir Harry Kane (Bayern München) og Maguire (Manchester United) sig úr enska landsliðinu. Sömu sögu er að segja af Kyle Walker (Man City) sem er þó minna meiddur en fyrst var óttast. Sky Sports hefur greint frá því að hinn 33 ára gamli Walker verði að öllum líkindum við hestaheilsu þegar Man City fær Arsenal í heimsókn næstkomandi sunnudag. Liðin eru í harðri baráttu við Liverpool um enska meistaratitilinn. BREAKING: Kyle Walker's hamstring problem isn't thought to be too serious, could be available for Man City's crucial game against Arsenal pic.twitter.com/mdQxYNJ9V5— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 Sky Sports greindi einnig frá því fyrr í dag að Southgate ætti engin svör við öllum þeim meiðslum sem væru að hrjá leikmenn enska landsliðsins um þessar mundir. Liðið mætir Belgíu í vináttuleik annað kvöld og er án allt að 15 leikmanna sem Southgate myndi að öllu jafna velja í hóp sinn. Ásamt þeim Kane, Maguire og Walker þá dró Bukayo Saka sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Brasilíu ásamt því að markvörðurinn Sam Johnstone (Crystal Palace) meiddist. Það er talið ólíklegt að hann verði klár fyrir EM í sumar. Nick Pope, Kieran Trippier (báðir Newcastle United), Luke Shaw (Man Utd) Reece James, Levi Colwill (báðir Chelsea) Marc Guehi (Crystal Palace), Tyrone Mings (Aston Villa), Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jack Grealish (Man City) og Callum Wilson (Newcastle) eru einnig á meiðslalistanum. "There are some big question marks at the moment"Mark McAdam takes a look at injury issues that Gareth Southgate's side are facing ahead of the Euros pic.twitter.com/TXVIVt5pML— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 „Þetta er ótrúlegur fjöldi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En þetta þýðir að það eru tækifæri fyrir aðra leikmenn. Við sáum leikmenn stíga upp gegn Brasilíu og grípa gæsina,“ sagði Southgate á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Belgíu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira