„Allt í einu er maður farinn að heyra að hann geti verið næsti Pele“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 13:03 Endrick fagnar sigurmarki sínu á Wembley leikvanginum en þetta var hans fyrsta landsliðsmark. AP/Alastair Grant Spænski landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente hefur fengið góða reynslu á síðustu mánuðum að vera með kornunga leikmenn í sínu liði og hann varar Brasilíumenn við því að setja ekki of mikla pressu á hinn sautján ára gamla Endrick. Endrick skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann tryggði Brasilíu 1-0 sigur á Englandi á Wembley á dögunum en hann var þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Umræða um Endrick fór á fulla ferð í heimalandinu eftir leikinn og væntingarnar eru gríðarlegar. Endrick er líka á leiðinni til Real Madrid í nánustu framtíð. Spánn og Brasilía mætast í vináttulandsleik í kvöld. Spain boss: Pressure on Endrick, 17, is 'too much'Spain coach Luis de la Fuente has said he hopes the weight of expectations being carried by Brazil prodigy Endrick do not become too much for the Real Madrid-bound player.https://t.co/KPAl1VHyvb— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024 „Hann er bara sautján ára leikmaður. Hann er mjög góður fótboltamaður og við erum líka með mjög góða fótboltamenn á hans aldri í okkar landsliði,“ sagði Luis de la Fuente. Í spænska landsliðinu eru Barcelona strákarnir Lamine Yamal (16 ára) og Pau Cubarsí (17 ára). „Í sambandi við þessa ungu leikmenn og út frá minni reynslu þá verður að gefa þeim tíma og fara varlega með þá,“ sagði De la Fuente. „Allt i einu er maður farinn að heyra að hann [Endrick] geti verið næsti Pele. Guð minn góður,“ sagði De la Fuente. „Það er alltof mikil pressa á stráknum. Slíkt býr oft til mikið aukastress og það eru settar kröfur á þessa stráka sem þeir hafa ekki aldur eða þroska til að ráða við,“ sagði De la Fuente. „Með þessu er verið að gera þeim mikinn óleik. Við verðum að leyfa þeim að þróa sinn leik á æfingasvæðinu og það kemur að þeim tíma þegar við getum sett á þá alvöru kröfur. Þeir ráða engan veginn við svona pressu á þessum aldri,“ sagði De la Fuente. Así ve Luis de la Fuente a Endrick pic.twitter.com/ZAwoKrJpLQ— MARCA (@marca) March 25, 2024 Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Endrick skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann tryggði Brasilíu 1-0 sigur á Englandi á Wembley á dögunum en hann var þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Umræða um Endrick fór á fulla ferð í heimalandinu eftir leikinn og væntingarnar eru gríðarlegar. Endrick er líka á leiðinni til Real Madrid í nánustu framtíð. Spánn og Brasilía mætast í vináttulandsleik í kvöld. Spain boss: Pressure on Endrick, 17, is 'too much'Spain coach Luis de la Fuente has said he hopes the weight of expectations being carried by Brazil prodigy Endrick do not become too much for the Real Madrid-bound player.https://t.co/KPAl1VHyvb— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024 „Hann er bara sautján ára leikmaður. Hann er mjög góður fótboltamaður og við erum líka með mjög góða fótboltamenn á hans aldri í okkar landsliði,“ sagði Luis de la Fuente. Í spænska landsliðinu eru Barcelona strákarnir Lamine Yamal (16 ára) og Pau Cubarsí (17 ára). „Í sambandi við þessa ungu leikmenn og út frá minni reynslu þá verður að gefa þeim tíma og fara varlega með þá,“ sagði De la Fuente. „Allt i einu er maður farinn að heyra að hann [Endrick] geti verið næsti Pele. Guð minn góður,“ sagði De la Fuente. „Það er alltof mikil pressa á stráknum. Slíkt býr oft til mikið aukastress og það eru settar kröfur á þessa stráka sem þeir hafa ekki aldur eða þroska til að ráða við,“ sagði De la Fuente. „Með þessu er verið að gera þeim mikinn óleik. Við verðum að leyfa þeim að þróa sinn leik á æfingasvæðinu og það kemur að þeim tíma þegar við getum sett á þá alvöru kröfur. Þeir ráða engan veginn við svona pressu á þessum aldri,“ sagði De la Fuente. Así ve Luis de la Fuente a Endrick pic.twitter.com/ZAwoKrJpLQ— MARCA (@marca) March 25, 2024
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira