„Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2024 22:26 Jóhann Berg svekktur í bakgrunninum þegar Mykhailo Mudryk fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrirliði Íslands Jóhann Berg Guðmundsson segist ekki vera hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir erfitt að kyngja tapinu gegn Úkraínu í kvöld. „Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
„Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira