Skrapp til Grindavíkur og uppgötvaði stórtækan þjófnað Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 11:21 Jón kemur alltaf við á byggingarlóðinni þegar hann á leið um Grindavík, en hann tók eftir því að eitthvað var að í þetta skipti. Vísir/Arnar Járnmottum sem voru í Grindavík og í eigu byggingafyrirtækisins Bláhæðar hefur verið stolið. Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði. Grindavík Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði.
Grindavík Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira