Listamaðurinn á bak við Áfanga í Viðey látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 11:37 Einn stuðlabergsdranginn í Viðey. Reykjavík í bakgrunni. Listasafn Reykjavíkur Bandaríski listamaðurinn Richard Serra er látinn 85 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir listaverk sín úr stáli sem finna má um heima allan meðal annars í Viðey. Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans. Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans.
Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira