Stálu áli í Grindavík en gómaðir af lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 14:19 Úr öryggismyndavél Vélsmiðju Grindavíkur. Óprúttnir aðilar gerðu tilraun til að stela brotajárni og áli frá Vélsmiðju Grindavíkur í gærkvöldi. Ómar Davíð Ólafsson, eigandi Vélsmiðjunnar, segir að lögreglan hafi nappað þjófana þegar þeir voru komnir með tvö kör af áli inn í bílinn hjá sér. Í samtali við fréttastofu segir Ómar, sem tekur fram að ránsfengurinn hafi ekki verið sérlega verðmætur og giskar á að andvirði hans sé um 50 þúsund krónur. „En hvað veit maður um hvað þeir ætluðu svo að gera.“ Ómar segist hafa áhyggjur af aðgengismálum í Grindavík og kveðst ekki vera einn um það. Grindvíkingar séu hálf uggandi yfir ástandinu. „Þetta brennur aðeins á okkur,“ segir hann. „Hver sem er getur komið þarna inn, gefið upp einhverja kennitölu, sagt að hann vinni í Grindavík eða að hann sé íbúi. Þá bara kemst hann inn í bæinn.“ Ómar segir að bæjarbúar fari að gera þá kröfu að lausn verði fundin á þessum aðgengismálum. Hann minnist á QR-kóða sem þurfti um tíma til að komast í bæinn, en eru ekki lengur í notkun. „Aðrir sem væru þá ekki með kóða kæmust þá bara ekki inn, nema þeir myndu gera almennilega grein fyrir því hvað þeir ætluðu að gera, og framvísa persónuskilríkjum.“ Ekki er um fyrsta þjófnaðarmálið í Grindavík sem til umfjöllunar í dag. Í morgun ræddi fréttastofa við Jón Pálmar Ragnarsson, einn eiganda Bláhæðar byggingarfyrirtækis, sem uppgötvaði þjófnað í gærkvöld. Í því máli var járnmottum stolið af byggingalóð á einhvern tímann á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Talið er að andvirði mottnanna hafi verið 1,2 milljónir króna. Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. 25. mars 2024 10:45 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ómar, sem tekur fram að ránsfengurinn hafi ekki verið sérlega verðmætur og giskar á að andvirði hans sé um 50 þúsund krónur. „En hvað veit maður um hvað þeir ætluðu svo að gera.“ Ómar segist hafa áhyggjur af aðgengismálum í Grindavík og kveðst ekki vera einn um það. Grindvíkingar séu hálf uggandi yfir ástandinu. „Þetta brennur aðeins á okkur,“ segir hann. „Hver sem er getur komið þarna inn, gefið upp einhverja kennitölu, sagt að hann vinni í Grindavík eða að hann sé íbúi. Þá bara kemst hann inn í bæinn.“ Ómar segir að bæjarbúar fari að gera þá kröfu að lausn verði fundin á þessum aðgengismálum. Hann minnist á QR-kóða sem þurfti um tíma til að komast í bæinn, en eru ekki lengur í notkun. „Aðrir sem væru þá ekki með kóða kæmust þá bara ekki inn, nema þeir myndu gera almennilega grein fyrir því hvað þeir ætluðu að gera, og framvísa persónuskilríkjum.“ Ekki er um fyrsta þjófnaðarmálið í Grindavík sem til umfjöllunar í dag. Í morgun ræddi fréttastofa við Jón Pálmar Ragnarsson, einn eiganda Bláhæðar byggingarfyrirtækis, sem uppgötvaði þjófnað í gærkvöld. Í því máli var járnmottum stolið af byggingalóð á einhvern tímann á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Talið er að andvirði mottnanna hafi verið 1,2 milljónir króna.
Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. 25. mars 2024 10:45 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. 25. mars 2024 10:45