Tuttugu milljóna hámark sett á einstaklinga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 18:23 Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vísir/Vilhelm Hver einstaklingur má að hámarki kaupa í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Samkvæmt nýju frumvarpi um sölu bankans sem lagt hefur verið fyrir Alþingi verður áhersla lögð á að selja til einstaklinga, sem munu njóta forgangs við úthlutun. Í frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, segir að Þórdísi R. Kolbrúnu Gylfadóttur, fjármála og efnahagsráðherra, verði heimilt að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fullu eða að hluta til, að fenginni heimild í fjárlögum. Það verði gert með útboði sem opið eigi að vera bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Sjá einnig: Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Við söluna verður tilboðsbókum svokölluðum skipti í tvo hluta. Tilboðsbók A og bók B og skal A hafa forgang við úthlutun hluta eftir útboðið en sá hluti snýr að sölu til einstaklinga. Tilboðsbók A á að taka við tilboðum á föstu verði sem verður meðalvirði hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu fimmtán daga fyrir birtingu útboðslýsingarinnar. Hana á að birta að minnsta kosti tveimur dögum fyrir útboðið. Einstaklingum verður heimilt að gera tilboð frá hundrað þúsund krónum til tuttugu milljóna. Þá segir í frumvarpinu að verði eftirspurn meiri en framboð og skerða þurfi áskriftir eigi að gera það hlutfallslega en ekki eigi að skerða áskriftir niður fyrir tvær milljónir króna. Þegar kemur að tilboðsbók B verða tilboð umfram tuttugu milljónir heimil en söluverðið á að vera lægsta tilboðsverð sem nær heildarmagni útboðsins en þó ekki lægra en fasta verðið í tilboðsbók A. Skerðingar í B-bókinni eiga að vera á grundvelli tilboðsverðs. Það er að segja að lægstu tilboðin verði skert fyrst, nema annað reynist nauðsynlegt og þá á að skerða úthlutun hlutfallslega. Ekki verður tekið við tilboðum háðum fyrirvörum né tilboðum frá aðilum sem hafa verið með tilkynnta skortstöðu í Íslandsbanka síðustu þrjátíu daga fyrir útboðið. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, segir að Þórdísi R. Kolbrúnu Gylfadóttur, fjármála og efnahagsráðherra, verði heimilt að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fullu eða að hluta til, að fenginni heimild í fjárlögum. Það verði gert með útboði sem opið eigi að vera bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Sjá einnig: Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Við söluna verður tilboðsbókum svokölluðum skipti í tvo hluta. Tilboðsbók A og bók B og skal A hafa forgang við úthlutun hluta eftir útboðið en sá hluti snýr að sölu til einstaklinga. Tilboðsbók A á að taka við tilboðum á föstu verði sem verður meðalvirði hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu fimmtán daga fyrir birtingu útboðslýsingarinnar. Hana á að birta að minnsta kosti tveimur dögum fyrir útboðið. Einstaklingum verður heimilt að gera tilboð frá hundrað þúsund krónum til tuttugu milljóna. Þá segir í frumvarpinu að verði eftirspurn meiri en framboð og skerða þurfi áskriftir eigi að gera það hlutfallslega en ekki eigi að skerða áskriftir niður fyrir tvær milljónir króna. Þegar kemur að tilboðsbók B verða tilboð umfram tuttugu milljónir heimil en söluverðið á að vera lægsta tilboðsverð sem nær heildarmagni útboðsins en þó ekki lægra en fasta verðið í tilboðsbók A. Skerðingar í B-bókinni eiga að vera á grundvelli tilboðsverðs. Það er að segja að lægstu tilboðin verði skert fyrst, nema annað reynist nauðsynlegt og þá á að skerða úthlutun hlutfallslega. Ekki verður tekið við tilboðum háðum fyrirvörum né tilboðum frá aðilum sem hafa verið með tilkynnta skortstöðu í Íslandsbanka síðustu þrjátíu daga fyrir útboðið.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30