„Greinilega áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2024 20:18 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur vísir / hulda margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var eðlilega súr og svekktur eftir eins stigs tap liðsins gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir tíu sigurleiki í röð í deild máttu Grindvíkingar þola tap með minnsta mun í Umhyggjuhöllinni í kvöd og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Jóhanni í viðtali eftir leik. „Tilfinningin er ekki góð. Við vorum langt frá okkar besta og eftir á að hyggja áttum við ekkert gott skilið út úr þessu,“ sagði Jóhann í leikslok. „Við vorum flatir og það vantaði allan kraft í okkur. Okkar einkenni náðu ekki að skína í gegn í kvöld, en það er líka bara hrós á Stjörnuna sem gerði vel. Þetta er bara tap og það er alltaf svekkjandi að tapa. En það þýðir ekkert að staldra við þetta. Við höldum bara áfram.“ Það heyrðist vel á leikmönnum og stuðningsfólki Grindavíkur að þeim fannst halla á sig í dómgæslunni í leik kvöldsins. Hann segir að sínir menn þurfi að hætta að einblína á hluti sem þeir geta ekki stjórnað. „Það er kannski eitt sem við þurfum að laga. Við erum að einbeita okkur aðeins of mikið af hlutum sem við einfaldlega stýrum ekki og það kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Þá segir hann einnig hafa haft áhrif á leik sinna manna að DeAndre Kane var kominn í villuvandræði snemma í síðari hálfleik. „Auðvitað er vont að missa hann og allt það. Hann situr út allan þriðja leikhlutann, en þetta er allan tímann leikur þrátt fyrir það. Þeir fara aldrei meira en einhver 2-3 stig upp og allt það. Svo snýst þetta líka bara um einhverjar ákvaraðanatökur hjá okkur. Við erum með allavega tvær sendingar í seinni hálfleik í góðri stöðu þar sem við erum sex og átta stigum yfir, með boltann og höfum möguleika á að koma þessu í tveggja stafa tölu en grýtum boltanum bara frá okkur.“ „Maður horfði á bikarhelgina og það eru greinilega einhverjar áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar í þessu. Við ætluðum eitthvað að reyna að dempa tempóið hvað það varðar, en við þurfum bara að fara aftur í grunninn og fara eins nálægt línunni og hægt er. Það er okkar leikur og við þurfum að finna það aftur.“ Að lokum segir Jóhann það þó ekki skipta öllu máli þó tíu leikja sigurganga liðsins sé á enda. Nú þurfi Grindvíkingar bara að koma sér aftur á hestinn fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er enginn heimsendir. Við bara töpuðum í kvöld og nú þurfum við bara að koma saman og nýta tíman vel fyrir næsta fimmtudag. Við þurfum bara að vinna Haukana og koma sterkir inn í þessa blessuðu úrslitakeppni þar sem allir vilja vera. Við ætlum okkur langt þar.“ „Eins og ég segir þá er þetta enginn heimsendir og við sleikjum sárin í kvöld. Svo er það bara áfram gakk,“ sagði Jóhann að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Eftir tíu sigurleiki í röð í deild máttu Grindvíkingar þola tap með minnsta mun í Umhyggjuhöllinni í kvöd og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Jóhanni í viðtali eftir leik. „Tilfinningin er ekki góð. Við vorum langt frá okkar besta og eftir á að hyggja áttum við ekkert gott skilið út úr þessu,“ sagði Jóhann í leikslok. „Við vorum flatir og það vantaði allan kraft í okkur. Okkar einkenni náðu ekki að skína í gegn í kvöld, en það er líka bara hrós á Stjörnuna sem gerði vel. Þetta er bara tap og það er alltaf svekkjandi að tapa. En það þýðir ekkert að staldra við þetta. Við höldum bara áfram.“ Það heyrðist vel á leikmönnum og stuðningsfólki Grindavíkur að þeim fannst halla á sig í dómgæslunni í leik kvöldsins. Hann segir að sínir menn þurfi að hætta að einblína á hluti sem þeir geta ekki stjórnað. „Það er kannski eitt sem við þurfum að laga. Við erum að einbeita okkur aðeins of mikið af hlutum sem við einfaldlega stýrum ekki og það kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Þá segir hann einnig hafa haft áhrif á leik sinna manna að DeAndre Kane var kominn í villuvandræði snemma í síðari hálfleik. „Auðvitað er vont að missa hann og allt það. Hann situr út allan þriðja leikhlutann, en þetta er allan tímann leikur þrátt fyrir það. Þeir fara aldrei meira en einhver 2-3 stig upp og allt það. Svo snýst þetta líka bara um einhverjar ákvaraðanatökur hjá okkur. Við erum með allavega tvær sendingar í seinni hálfleik í góðri stöðu þar sem við erum sex og átta stigum yfir, með boltann og höfum möguleika á að koma þessu í tveggja stafa tölu en grýtum boltanum bara frá okkur.“ „Maður horfði á bikarhelgina og það eru greinilega einhverjar áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar í þessu. Við ætluðum eitthvað að reyna að dempa tempóið hvað það varðar, en við þurfum bara að fara aftur í grunninn og fara eins nálægt línunni og hægt er. Það er okkar leikur og við þurfum að finna það aftur.“ Að lokum segir Jóhann það þó ekki skipta öllu máli þó tíu leikja sigurganga liðsins sé á enda. Nú þurfi Grindvíkingar bara að koma sér aftur á hestinn fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er enginn heimsendir. Við bara töpuðum í kvöld og nú þurfum við bara að koma saman og nýta tíman vel fyrir næsta fimmtudag. Við þurfum bara að vinna Haukana og koma sterkir inn í þessa blessuðu úrslitakeppni þar sem allir vilja vera. Við ætlum okkur langt þar.“ „Eins og ég segir þá er þetta enginn heimsendir og við sleikjum sárin í kvöld. Svo er það bara áfram gakk,“ sagði Jóhann að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00