Enski boltinn

Þjálfari Leicester látinn fara vegna meints sam­bands við leik­mann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Willie Kirk starfaði hjá Leicester frá 2022 til 2024.
Willie Kirk starfaði hjá Leicester frá 2022 til 2024. EPA-EFE/Facundo ArrizabalagaW

Þjálfari kvennaliðs Leicester City á Englandi hefur verið látinn taka poka sinn. Hann er sagður hafa átt í sambandi við leikmann liðsins.

Willie Kirk hefur verið rekinn sem þjálfari Leicester City í ensku úrvalsdeild kvenna. Liðið situr í 9. sæti, tíu stigum frá fallsæti sem verður að teljast nokkuð ásættanlegur árangur. 

Nú hafa ýmsir miðlar í Bretlandi, þar á meðal The Athletic, greint frá því að Kirk hafi verið rekinn vegna óviðeigandi sambands við leikmann liðsins.

Í yfirlýsingu Leicester segir að brottreksturinn hafi komið eftir rannsókn félagsins tengdu meintu sambandi Kirk við leikmanns liðsins.

„Willie ku hafa brotið reglur liðsins sem gerði það að verkum að hann gat ekki lengur verið í starfi hjá félaginu,“ segir í yfirlýsingu Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×