Stefnir á nýtt afrek í Rubiks-heimum og styður soninn áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 15:51 Pawel ætlar sér að ná að leysa þrjá kubba blindandi á undir 15 mínútum. Verðugt verkefni, enda hefur engum Íslendingi áður tekist það í keppni. Vísir/Armar Varaborgarfulltrúi Viðreisnar náði þeim áfanga um hátíðarnar að leysa Rúbiks-kubb, eða töfratening, á undir hálfri mínútu. Hann stefnir á að verða fyrstur Íslendinga til að leysa þrjá kubba í röð blindandi í keppni. Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, birti færslu í gær þar sem hann greindi frá því að honum hefði tekist að leysa kubbinn á undir hálfri mínútu í fyrsta skipti. Nákvæmur tími var 28,56 sekúndur, sem verður að teljast nokkuð gott. Í samtali við Vísi segir Pawel að það sé ánægjulegt að hafa náð þessum áfanga á einni æfingu. Hann sé þó sífellt að æfa sig og vinna í að verða betri. „Og koma mér í það að geta gert þetta að staðaldri, og svo bara að halda áfram.“ Pawel keppti á Íslandsmótinu í töfrateningi í haust, en umfjöllun fréttastofu um mótið má sjá hér að neðan: Pawel segist ekki fylgja sérlega ströngu æfingaplani. „Ég byrjaði að taka þátt í keppnum í kringum það að yngri sonur minn, sem er að verða 12 ára, fékk mikinn áhuga á þessu. Hann er með mikinn metnað. Það er stundum þannig í þessum keppnum að það eru 75 prósent keppenda sem komast í næstu umferð. Þannig að hvert einasta foreldri sem leggur sitt á vogarskálarnar lætur drauma þriggja barna rætast, með því að ýta þeim í næstu umferð. Fyrst um sinn var þetta bara til þess að taka þátt og sýna lit. Þetta er nú þannig enn þá,“ segir Pawel. Ekki átta tímar í sólarhingnum til æfinga Á dögunum hafi hann tekið þátt í nýliðamóti Kubbafélagsins, og viljað æfa sig aðeins fyrir það. „Náði þá að leysa kubb að meðaltali á undir mínútu, sem er ágætis varða á leiðinni. Svo hef ég í lausum tíma í páskafríinu aðeins tekið í kubbinn á kvöldin og æft mig,“ segir Pawel. Hann áætlar að hann hafi æft sig í um 20 til 30 klukkutíma í heildina. „En þetta er auðvitað ekkert samanborið við þessa bestu. Það er þannig að þegar maður er kominn á þennan aldur þá hefur maður ekkert endilega tíma fyrir áhugamál sem taka átta tíma á dag.“ Fyrir næsta Íslandsmót hefur Pawel sett sér það markmið að ná að klára kubbinn blindandi, þrisvar í röð. „Þá nær maður því sem heitir meðaltal, og það hefur enginn Íslendingur náð því í keppni. Eigum við ekki að segja að það sé draumurinn sem ég set á borðið fyrir alþjóð að vita? Það er eitthvað sem ég væri að keppa að.“ Í blindkeppni þarf að klára þrjár tilraunir á fimmtán mínútum, og því þarf meðaltal fyrir hverja lausn að vera undir fimm mínútur að meðaltali. „Ég hef verið með tíma í kringum sex, sjö mínútur. Það er svolítið viðfangsefni að fást við það,“ segir Pawel. Æfingaplanið nú sé að verða betri í að leysa kubbinn venjulega, og þegar sú færni verði orðin góð ætlar hann í minnisæfingar til að geta leyst kubbinn blindandi. Sonurinn stefnir á verðlaunapall Sonur Pawels, Ólafur, er afar metnaðarfullur í sportinu. „Ég var nú að monta mig af því um daginn á Facebook að hann náði 9,71 í lausn á 3x3 kubbi. Það er fjórði besti persónulegi tími Íslendings. Hann er fjórði Íslendingurinn til að komast undir 10 sekúndur,“ segir Pawel. Ólafur sé afar duglegur að æfa sig og fjölskyldan fylgist spennt með. Pawel segir ljóst að kubburinn standist tímans tönn. „Ég hefði ekki trúað því þegar ég var að alast upp í áttunni að eftir 30 ár þá væru börnin mín að leysa Rubiks-kubba. Þetta er einhver þraut sem var búin til af ungverskum uppfinningamanni á seinni hluta síðustu aldar. Þetta er forvitnilegt,“ segir Pawel. Sonur hans hafi mikinn metnað í keppnum. „Hann stefnir mjög fast að því að komast á verðlaunapall.“ Íþróttir barna Ástin og lífið Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, birti færslu í gær þar sem hann greindi frá því að honum hefði tekist að leysa kubbinn á undir hálfri mínútu í fyrsta skipti. Nákvæmur tími var 28,56 sekúndur, sem verður að teljast nokkuð gott. Í samtali við Vísi segir Pawel að það sé ánægjulegt að hafa náð þessum áfanga á einni æfingu. Hann sé þó sífellt að æfa sig og vinna í að verða betri. „Og koma mér í það að geta gert þetta að staðaldri, og svo bara að halda áfram.“ Pawel keppti á Íslandsmótinu í töfrateningi í haust, en umfjöllun fréttastofu um mótið má sjá hér að neðan: Pawel segist ekki fylgja sérlega ströngu æfingaplani. „Ég byrjaði að taka þátt í keppnum í kringum það að yngri sonur minn, sem er að verða 12 ára, fékk mikinn áhuga á þessu. Hann er með mikinn metnað. Það er stundum þannig í þessum keppnum að það eru 75 prósent keppenda sem komast í næstu umferð. Þannig að hvert einasta foreldri sem leggur sitt á vogarskálarnar lætur drauma þriggja barna rætast, með því að ýta þeim í næstu umferð. Fyrst um sinn var þetta bara til þess að taka þátt og sýna lit. Þetta er nú þannig enn þá,“ segir Pawel. Ekki átta tímar í sólarhingnum til æfinga Á dögunum hafi hann tekið þátt í nýliðamóti Kubbafélagsins, og viljað æfa sig aðeins fyrir það. „Náði þá að leysa kubb að meðaltali á undir mínútu, sem er ágætis varða á leiðinni. Svo hef ég í lausum tíma í páskafríinu aðeins tekið í kubbinn á kvöldin og æft mig,“ segir Pawel. Hann áætlar að hann hafi æft sig í um 20 til 30 klukkutíma í heildina. „En þetta er auðvitað ekkert samanborið við þessa bestu. Það er þannig að þegar maður er kominn á þennan aldur þá hefur maður ekkert endilega tíma fyrir áhugamál sem taka átta tíma á dag.“ Fyrir næsta Íslandsmót hefur Pawel sett sér það markmið að ná að klára kubbinn blindandi, þrisvar í röð. „Þá nær maður því sem heitir meðaltal, og það hefur enginn Íslendingur náð því í keppni. Eigum við ekki að segja að það sé draumurinn sem ég set á borðið fyrir alþjóð að vita? Það er eitthvað sem ég væri að keppa að.“ Í blindkeppni þarf að klára þrjár tilraunir á fimmtán mínútum, og því þarf meðaltal fyrir hverja lausn að vera undir fimm mínútur að meðaltali. „Ég hef verið með tíma í kringum sex, sjö mínútur. Það er svolítið viðfangsefni að fást við það,“ segir Pawel. Æfingaplanið nú sé að verða betri í að leysa kubbinn venjulega, og þegar sú færni verði orðin góð ætlar hann í minnisæfingar til að geta leyst kubbinn blindandi. Sonurinn stefnir á verðlaunapall Sonur Pawels, Ólafur, er afar metnaðarfullur í sportinu. „Ég var nú að monta mig af því um daginn á Facebook að hann náði 9,71 í lausn á 3x3 kubbi. Það er fjórði besti persónulegi tími Íslendings. Hann er fjórði Íslendingurinn til að komast undir 10 sekúndur,“ segir Pawel. Ólafur sé afar duglegur að æfa sig og fjölskyldan fylgist spennt með. Pawel segir ljóst að kubburinn standist tímans tönn. „Ég hefði ekki trúað því þegar ég var að alast upp í áttunni að eftir 30 ár þá væru börnin mín að leysa Rubiks-kubba. Þetta er einhver þraut sem var búin til af ungverskum uppfinningamanni á seinni hluta síðustu aldar. Þetta er forvitnilegt,“ segir Pawel. Sonur hans hafi mikinn metnað í keppnum. „Hann stefnir mjög fast að því að komast á verðlaunapall.“
Íþróttir barna Ástin og lífið Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira