Ekki sjálfsagt að Aldrei fór ég suður hafi lifað tvo áratugi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2024 10:44 Skemman pökkuð á föstudagskvöld. Ásgeir Helgi Þrastarson Veðrið setti örlítið strik í reikninginn hjá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður þegar útlit var fyrir að flugvél full af tónlistarmönnum gærkvöldsins kæmist ekki vestur. Rokkstjóri hátíðarinnar segir þetta einmitt í anda hátíðarinnar og bætir við að ekki sé sjálfsagt að frumkvöðlaverkefni sem þetta lifi í tuttugu ár. Steingrímsfjarðarheiði var lokað eftir hádeg í gær vegna veðurs og er hún enn lokuð. Þá þurfti Icelandair að seinka flugi sínu frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar í gær vegna veðursins. Það skaut skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður skelk í bringu þar sem von var á nýju holli af tónlistarmönnum með vélinni og fljúga átti flytjendum föstudagskvöldsins aftur suður. Allt gekk þó upp að lokum. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð.Ásgeir Helgi Þrastarson „Þetta var kannski upphaflega uppleggið að þessari hátíð að búa til tónlistarhátíð að hávetri á Ísafirði. Köld skemma, öllum líður jafn illa einhvern vegin. Það var uppleggið þannig að þetta var allt on brand,“ sagði Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikið fjör hafi verið á opnunarkvöldinu í gær, þar sem Lúðrasveit tónlistarskólans, Mugison, Emmsjé Gauti og GDRN spiluðu meðal annars. „Það var pakkað í skemmunni okkar frá fyrsta tóni Lúðrasveitar tónlistarskólans og þar til Celebs kláruðu um kvöldið,“ sagði Kristján. Í gærkvöldi var svo önnur eins veisla í boði, þar sem Birnir, Hipsumhaps, Helgi Björns, Of Monsters and Men, Bogomil Font, Ham og Inspektor Spacetime skemmtu lýðnum. „Ég hef eiginlega bara áhyggjur af því að maður tími ekki að fara að pissa eða eitthvað milli atriða, fá sér að borða eða drekka af því að maður vill helst ekki missa af neinu,“ sagði Kristján Freyr um tónlistarveisluna. Mugison syngur af mikilli innlifun.Ásgeir Helgi Þrastarson Fréttir af því að systkinahátíðirnar Fiskidagurinn mikli og Lunga leggi upp laupana séu sorglegar. Hann þakkar stuðningsfólki allt, enda sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi lifi tvo áratugi. „Ég ætla bara að tileinka þessum hinum hátíðum þessa Aldrei fór ég suður í ár. Ég óska þeim alls að sólu í framtíðinni.“ GDRN sló í gegn. Ásgeir Helgi ÞrastarsonNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men steig á sviðið bæði kvöldin. Ásgeir Helgi ÞrastarsonSannkölluð rokkhátíð.Ásgeir Helgi ÞrastarsonVampíra steig á stokk.Ásgeir Helgi ÞrastarsonGuðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig auðvitað ekki vanta.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÁsgeir Helgi ÞrastarsonMugison og félagar á sviðinu.Ásgeir Helgi ÞrastarsonDr. Gunni í góðum gír.Ásgeir Helgi ÞrastarsonLúðrasveit tónlistarskólans setti hátíðina.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÞað var mikið fjör á tónleikum Emmsjé Gauta á föstudag.Ásgeir Helgi Þrastarson Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Aldrei fór ég suður Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Steingrímsfjarðarheiði var lokað eftir hádeg í gær vegna veðurs og er hún enn lokuð. Þá þurfti Icelandair að seinka flugi sínu frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar í gær vegna veðursins. Það skaut skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður skelk í bringu þar sem von var á nýju holli af tónlistarmönnum með vélinni og fljúga átti flytjendum föstudagskvöldsins aftur suður. Allt gekk þó upp að lokum. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð.Ásgeir Helgi Þrastarson „Þetta var kannski upphaflega uppleggið að þessari hátíð að búa til tónlistarhátíð að hávetri á Ísafirði. Köld skemma, öllum líður jafn illa einhvern vegin. Það var uppleggið þannig að þetta var allt on brand,“ sagði Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikið fjör hafi verið á opnunarkvöldinu í gær, þar sem Lúðrasveit tónlistarskólans, Mugison, Emmsjé Gauti og GDRN spiluðu meðal annars. „Það var pakkað í skemmunni okkar frá fyrsta tóni Lúðrasveitar tónlistarskólans og þar til Celebs kláruðu um kvöldið,“ sagði Kristján. Í gærkvöldi var svo önnur eins veisla í boði, þar sem Birnir, Hipsumhaps, Helgi Björns, Of Monsters and Men, Bogomil Font, Ham og Inspektor Spacetime skemmtu lýðnum. „Ég hef eiginlega bara áhyggjur af því að maður tími ekki að fara að pissa eða eitthvað milli atriða, fá sér að borða eða drekka af því að maður vill helst ekki missa af neinu,“ sagði Kristján Freyr um tónlistarveisluna. Mugison syngur af mikilli innlifun.Ásgeir Helgi Þrastarson Fréttir af því að systkinahátíðirnar Fiskidagurinn mikli og Lunga leggi upp laupana séu sorglegar. Hann þakkar stuðningsfólki allt, enda sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi lifi tvo áratugi. „Ég ætla bara að tileinka þessum hinum hátíðum þessa Aldrei fór ég suður í ár. Ég óska þeim alls að sólu í framtíðinni.“ GDRN sló í gegn. Ásgeir Helgi ÞrastarsonNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men steig á sviðið bæði kvöldin. Ásgeir Helgi ÞrastarsonSannkölluð rokkhátíð.Ásgeir Helgi ÞrastarsonVampíra steig á stokk.Ásgeir Helgi ÞrastarsonGuðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig auðvitað ekki vanta.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÁsgeir Helgi ÞrastarsonMugison og félagar á sviðinu.Ásgeir Helgi ÞrastarsonDr. Gunni í góðum gír.Ásgeir Helgi ÞrastarsonLúðrasveit tónlistarskólans setti hátíðina.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÞað var mikið fjör á tónleikum Emmsjé Gauta á föstudag.Ásgeir Helgi Þrastarson
Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Aldrei fór ég suður Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira