„Ég hef aldrei lent í svona hvirfilbyl“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2024 07:00 Þorsteinn V. Einarsson ræðir í Einkalífinu á hispurslausan hátt um æskuna, fótboltaferilinn og vettvang starfa sinna sem kynjafræðings. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segist aldrei hafa lent í viðlíka hvirfilbyl og fyrir síðustu jól í aðdraganda útgáfu bókar hans um þriðju vaktina. Þorsteinn segist viss um að hörð umræða um málið stafi af því að hann sé sá sem hann er þó hann viðurkenni að hann hafi átt gagnrýnina skilið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar fótboltaferilinn sinn og hvernig hann tókst á við eigin eiturlyfjanotkun á yngri árum. Hann segir jafnframt frá því hvernig hann kynntist konunni sinni Huldu Tölgyes og hvernig það er fyrir hann að vinna svo náið með henni. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Lýsir sér sem köldum og praktískum Þorsteinn segir meðal annars í þættinum að þegar hann hafi verið ungur maður hafi það aldrei verið stefnan að verða kynjafræðingur. Hann ólst upp hjá mömmu sinni og afa sínum og ömmu í Grafarvogi en pabbi hans er bandarískur og býr í Bandaríkjunum. Þorsteinn segir það ekki hafa verið erfitt. „Ég var aldrei að hugsa það að mig vantaði eitthvað eða neitt þannig og ég er náttúrulega með ömmu og afa. Mamma mín er náttúrulega átján ára þegar hún eignast mig þannig foreldrar hennar, amma og afi hefðu alveg getað verið foreldrar mínir. Og fólk hélt það oft að mamma væri systir mín,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn er fótboltakappi að fornu fari og spilaði meðal annars með ÍR. Þannig hafi margir haldið það þegar hann útskrifaðist úr tíunda bekk að amma hans væri mamma hans og mamma hans systir hans. Þegar hann var þrettán ára kynntist mamma hans manninum sem hún er með í dag. „Þó ég kalli hann aldrei pabba þá er hann klárlega pabbi minn, því hann er í lífi mínu og elur mig rosalega mikið upp. Þannig nei ég get ekki sagt að ég hafi upplifað einhvern skort eða einhverja sorg af því að pabbi minn var ekki. En það er mögulega einhver hluti af mér, að ég er kaldur og praktískur. Það er enginn pabbi og ég er ekkert að pæla í því, við bara höldum áfram,“ segir Þorsteinn. „Nú er ég að hinta að því en þú ætlar ekki að hafa mig hérna í marga daga, að það er náttúrulega ákveðin skýring á því af hverju ég er svona kaldur og praktískur og það verður mér svona til trafala getum við sagt, sérstaklega þegar ég fer síðan að stofna til fjölskyldu og náin samskipti sem ég fer síðan að endurskoða í rauninni með kynjafræðináminu og femínismanum. Af hverju er ég eins og ég er?“ Þorsteinn ræðir hlutina á opinskáan hátt í viðtalinu. Vísir/Vilhelm Lifði tvöföldu lífi Þorsteinn er fótboltamaður að fornu fari og spilaði sem markmaður. Hann spilaði lengi vel en segir að hann hafi á þessum tíma sem ungur maður lifað tvöföldu lífi þar sem djammið hafi tekið sinn toll. „Það má segja að þessi gæi sem ætlaði sér að vera bestur í fótbolta og atvinnumaður, hann lifði dálítið tvöföldu lífi af því að ég var líka að kljást við það að hafa ekki stjórn á áfengisneyslu og aðeins meira en það. Þannig kannski sautján, átján ára þá er ég einhvern veginn að reyna alltaf að fara ekki fram úr mér í drykkju og svona djammneyslu. Ég lifði fullkomlega tvöföldu lífi. Ég var þessi, í rauninni djammari, sem gat illa stoppað. Nema ég var neyddur til þess að stoppa ef það var leikur eða æfing, þó ég hafi alveg mætt drukkinn á æfingar.“ Þorsteinn segir að sér hafi aldrei fundist þetta vera vesen. Hann hafi aldrei upplifað að hann væri eins og hinir sem væru klárlega í ruglinu. Þá opnar Þorsteinn sig um reynslu sína af amfetamínnotkun á þessum árum. Hann hafi prófað þetta í partýi í bríaríi þar sem ekki tókst að redda grasi, sem Þorsteinn hafði heldur aldrei prufað. „Þá bara gerðist eitthvað þegar ég prófaði þetta efni. Þetta var það sem er kallað í sumum samtökum andleg vakning. Þetta var rosalegt. En þetta var bara djamm og ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Ég meina þetta eru fíkniefni og ég nota ekki fíkniefni sko! Þarna er ég hvað, átján, nítján ára.“ Þorsteinn segir að í hvert einasta sinn sem hann hafi fengið sér bjór þá hafi hann orðið að prófa efnið aftur. Hann hafi gert þetta í nokkur skipti en síðan hafi tekið við nokkur ár þar sem hann hafi notað efnin á djamminu. Það hafi verið skrýtin tilfinning að upplifa að hann hefði enga stjórn á lönguninni í efnið. Það hefur væntanlega tekið þig tíma að horfast í augu við þetta? „Já það tók tíma. Og mér fannst ég aldrei vera að glíma við vandamál. Í rauninni. Þetta var bara: Æi þú veist, ég drakk aðeins of mikið. Og ég var aðeins of hress. Og vinir mínir, ég átti dásamlega vini sem föttuðu aldrei neitt af því að ég var solo player í þessu. Ég bara skaust aðeins og kom aftur geðveikt hress.“ Þeir tóku alltaf eftir því, ég var alltaf að fara að fylla á inneignina og ég var alltaf aðeins að skjótast og svo kom ég til baka brjálæðislega hress og góður á því og svo var ég bara alltaf út um allt og eitthvað svona.“ Þorsteinn segir vini sína hafa verið farið að gruna að eitthvað skrítið væri í gangi. Enginn hafi vitað af neyslunni og því var um fullkomlega tvöfalt líf að ræða þar sem Þorsteinn var einn. Hann segist hafa hætt þegar hann var um 22 ára í nokkra mánuði en fallið. Niðurtúrinn hafi orðið sífellt harkalegri og áhrifin meiri á andlega heilsu hans. Þorsteinn lýsir á hispurslausan hátt fíkniefnanotkun sinni á yngri árum. Manstu eftir því augnabliki þar sem þú áttar þig á því að þú getir ekki meir? „Ekki beint augnabliki, en þetta voru svona tímabil þar sem ég er bara: Ókei sjitt maður. Nú verður mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur drullu erfiður og ég er bara farinn að skjálfa einhvern veginn og kominn með taugakippi. Ég er bara að keyra og mér líður eins og það sé að koma bíll, þannig ég vissi að það er eitthvað skrítið í gangi hérna og að ég þyrfti eitthvað að skoða þetta.“ Þorsteinn segist fyrir slysni hafa farið á fundi þar sem hann tókst á við fíknina. Þar hafi ríkt þagnarskylda en Þorsteinn telur sig geta rætt málið nú þegar svo mörg ár eru liðin. „Ég fer þangað og það breytir lífi mínu. Ég verð edrú í langan tíma og þar byrjar sjálfsskoðunin. Þar byrja ég að fara í einhverja sporavinnu og einmitt fer að hjálpa öðrum og líf mitt gjörbreytist. Ég fer inn á þessa vegferð sjálfsskoðunarinnar. Þetta er 2007. Þannig að í góðærinu er mitt hrun. Þar byrjar sjálfsskoðunin sem er fyrst og fremst, alls ekkert feminísk þannig séð.“ Vill nýta forréttindi sín til góðs Þorsteinn lýsir því í þættinum hvernig honum datt í fyrsta sinn í hug að stofna fræðsluvettvang á samfélagsmiðlum um karlmennsku. Hann hafi tekið þátt í dragkeppni í félagsmiðstöðinni sem hann starfaði í og fengið mörg komment helgina eftir þegar hann gat ekki þrifið af sér naglalakk. Hann segir planið alltaf hafa verið að ná til gæja eins og hans sjálfs. Hvað finnst þér um athyglina sem þú færð? Fílarðu hana eða finnst þér hún óþægileg? „Sko, það er bæði. Ég vil hafa áhrif. Það er það sem ég vil gera. Ég vil hreyfa við gaurum eins og mér. Það var alltaf planið. Ná til þessara gæja sem voru eins og ég, sem höfðu aldrei heyrt um forréttindi eða feminísma eða karlmennsku. Ég vildi hreyfa við þeim og fá þá til að hugsa: „Já, karlmennska, hvað er það?“ Þorsteinn segir oft og reglulega velta fyrir sér umræðunni, hve hörð hún sé og áhrifin sem hún hafi á hann. Hann segir það hluta af samfélagsgerðinni, af feðraveldinu, að hann fái að taka svo mikið pláss í umræðunni. „Fólk vill heyra gaur eins og mig tala um jafnréttismál. Það er ástæðan fyrir því að ég fæ tækifæri til þess að miðla þekkingunni minni. Það eru forréttindin mín, klárlega. Þannig ég reyni að nýta þau þessi forréttindi sem ég hef á ábyrgan hátt. Hvenær er ég að taka of mikið pláss? Ég veit það ekki. Ég viljandi stundum bara svona bakka, ég ætla ekki inn í þessa umræðu, ég ætla ekki í þetta viðtal, ég ætla ekki í þessa hluti og bendi frekar á mína kollega eða vini eða vinkonur í þessum bransa. Þannig ég er ekki að reyna að éta upp allt plássið þó að það gerist mjög mikið.“ Þorsteinn segir markmið sitt að nýta forréttindi sín til góðs.Vísir/Vilhelm Ást við fyrstu sýn Í þættinum lýsir Þorsteinn því einnig hvernig hann og eiginkona hans sálfræðingurinn Hulda Tölgyes kynntust. Þau kynntust í gegnum sameiginlegan vin og segir Þorstein að þau hafi spjallað saman langt fram á nótt fyrsta skiptið sem þau hittust. Þetta var ást við fyrstu sýn? „No joke, það liggur við að maður skammist sín fyrir að segja þetta en svona var þetta. Svona kynntumst við og það varð einhver djúpstæð tenging og við bara fundum það að við áttum vel saman. Við höfum verið saman í tíu ár núna en eins og þú nefndir að við höfum skrifað bók saman, sem byggir á sárri reynslu hennar af þessu sambandi sem við byrjuðum á, bara því miður.“ Þorsteinn lýsir á einlægan hátt deginum sem hann hitti Huldu í fyrsta sinn. Þar vísar Þorsteinn til bókar þeirra Huldu um þriðju vaktina sem kom út fyrir síðustu jól. Hann segir spurður það vera geðveikt að vinna með makanum sínum. Hann segist mæla með því. „Ég mæli með því að vinna saman ef að, það er stórt ef þarna, ef að tengslin eru í lagi og þið eruð tengd og eruð að gera eitthvað með sambandið ykkar. Þannig að ókei, það er geggjað að vinna með henni, ekki bara af því að okkur gengur vel í tengslunum okkar, heldur af því að styrkleikarnir okkar eru svo ólíkir. Það kom líka bara á óvart og það í rauninni lærðum við bara af með því að skrifa þessa bók, hversu ótrúlega gott fit við erum í að skrifa bækur og vinna saman.“ Átti aldrei að snúast um Ester Þorsteinn ræðir í þættinum hispurslaust um mistök sín í aðdraganda útgáfu bókar þeirra Huldu um þriðju vaktina, þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss, Esteri Harðardóttur í færslu á samfélagsmiðlinum sínum og hvatti fylgjendur sína til að senda henni póst þar sem Bónus ætlaði ekki að selja bók þeirra. „Ég ætla bara að segja til að byrja með að þetta með Bónus dæmið, að það voru klárlega mistök hjá mér að nefna einhverja konu á nafn. Ég hefði aldrei átt að gera það. Það var fáránlegt hjá mér og algjört klúður. Þarna var ég bara heima hjá mér einmitt aðeins að missa mig í karlmennskunni, að vera eitthvað pirraður yfir þessu svari sem ég fékk frá Bónus.“ Þorsteinn útskýrir að á þessum tímapunkti hafi þeim hjónum borist margar fyrirspurnir um það hvers vegna bók þeirra væri ekki fáanleg í Bónus. Hulda hafi sett á Instagram að bókina væri þó að finna á ýmsum öðrum stöðum. „Af því að hún er svo góð í þessu, að hún er hér og hér og hér og hér og nefnir það allt saman. Taggar mig. Og ég reposta þessu og fer aðeins lengra með þetta af því að ég er pirraður og segi: Bónus vildi hana ekki og fer yfir í rauninni hvernig aðdragandinn var, fer aðeins yfir vinnubrögðin sem ég var ósáttur við. Sem ég stend ennþá alveg við.“ Gagnrýnin á vinnubrögð Bónuss stendur „Ég stend alveg við að það er ýmislegt sem mér fannst ekki vel gert. Mér fannst það ófaglegt og mér fannst allskonar svona og mér finnst það ennþá problematískt, mjög problematískt, vegna stöðu Bónuss. Þetta hefur ekkert með Ester að gera. Við getum alveg haldið henni fyrir utan sviga en af því að það er búið að nafngreina hana og eitthvað svona og ég gerði það sannarlega, sem voru mistök,“ segir Þosteinn. „Þetta átti aldrei að snúast um hana, heldur um Bónus sem þessa risastóru keðju sem getur í rauninni, ja búið til metsölubækur eða ekki. Og hvernig ætlar Bónus að gera það? Og það er það sem ég gagnrýndi og vildi gagnrýna.“ Þorsteinn segist hafa farið oft í gegnum það í huganum hvað hann hafi nákvæmlega gert þennan dag. Hann hafi velt því upp úr sér að hann hafi skrifað „ester@bonus.is“ en ekki „bonus@bonus.is.“ „Ég stend ennþá við það sem ég gerði og sagði sko. Að öllu leyti nema að nefna þessa konu. Ég sagði: Þið sem hefðuð viljað sjá bókina í Bónus getið haft samband á og svo gaf ég upp email. Ég hefði átt að gefa upp almennt email og mér finnst ekkert óeðlilegt við þetta en jú það má kannski segja að ég hafi sigað mínum fylgjendum á þessa konu. Það var ekki hugsunin mín.“ Hissa á viðbrögðunum Þorsteinn segir sér hafa liðið ótrúlega illa. Þau hafi þarna sett gríðarlega mikla vinnu í bókina og það hafi verið mikið í húfi. „Þetta var náttúrulega ótrúlegt og ég hef aldrei lent í svona hvirfilbyl. Ég man ég hugsaði þegar ég sá að þetta var orðið fjölmiðlamál, semsagt áður en ég biðst afsökunar held ég, þá hugsa ég: Heyrðu ég verð aðeins að tala inn í þetta maður. Já ég sé mistökin. Og við vorum nú búin að vera að semí hlæja að því hvað ég hefði nú verið entitled og mikill djöfulsins karlakarl þarna og eitthvað svona.“ Þau Þorsteinn og Hulda við útgáfu bókar sinnar fyrir síðustu jól ásamt dóttur sinni og Elizu Reid forsetafrú. Hann hafi því sett út afsökunarbeiðni á sínum miðlum. Þá sendi hann Esteri jafnframt tölvupóst. Þorsteinn segir hörkuna í kommentakerfum eftir að hann setti út sína afsökunarbeiðni hafa komið sér á óvart. „Af því að ég lét sko ritstjórann okkar lesa yfir það sem ég er að skrifa, er ég ekki örugglega að taka þetta til mín, af því að ég hef gagnrýnt svo margar afsökunarbeiðnir eða efsökunarbeiðnir og ég bara vildi taka þetta. Ég klúðraði. Ég ruglaðist. Svo fæ ég þetta og ég bara....ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en ég er bara gjörsamlega útkeyrður, það er mikið í húfi að selja þessa bók og það er allskonar. Einmitt líka bara framlag konunnar minnar, ég er einhvern veginn búinn að draga hana þarna inn í þetta.“ Rekur sumt til boðskapsins Hann segist ekki hafa skoðað öll kommentin en ljóst sé að þar séu á ferðinni ljót komment og ærumeiðingar. Þorsteinn segir ljóst að hlakkað hafi í einstaka týpum á samfélagsmiðlum vegna málsins. Heldurðu að það sé eingöngu út af ykkar boðskap? „Það er eingöngu út af því. Auðvitað. Hvenær sjáum við þennan hóp af fólki og þessa einstaklinga gjörsamlega missa sig yfir einhverju sem þeim finnst vegið að? Ætlar þessi hópur allt í einu að fara að standa upp fyrir einhverja konu sem var brotið á? Hvenær hefur þessi hópur gert það? Bara never, aldrei,“ segir Þorsteinn. „Þannig að þetta er hundrað prósent af því að ég er sá sem ég er, ég tek feminíska afstöðu og þetta er hundrað prósent af því að ég er feminískur. Og ég átti svo skilið að fá það óþvegið, ég átti svo skilið að fá skít yfir mig. Og bara já já, ég átti það skilið og ég bara tek því. En fokk hvað það var óþægilegt og þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni lesið það, bara heyrt af því og vitað af því, þannig já það var viðbjóður.“ Þau Hulda og Þorsteinn með yngsta barninu sínu. Pældi í fyrsta sinn í því að gera eitthvað annað Þorsteinn segir það á ákveðinn hátt hafa varið sig frá neikvæðninni í kringum málið að salan á bókinni hafi gengið gríðarlega vel. Rúmlega 1400 bækur hafi selst af 1500 prentuðum eintökum. Var það það sem varði þig frá þessari umræðu? „Örugglega. Og það er náttúrulega líka bara hluti af forréttindunum en líka bara þessari einstöku stöðu sem ég og Hulda vorum í. Ég meina, þetta er brjálæðislega heitt topic, þriðja vaktin. Fólk veit rosalega lítið um þettaþ annig við vorum með rosalega heita bók sem ég held reyndar að við hefðum örugglega selt meira af ef umræðan hefði ekki verið svona tryllingsleg en ég held að jú, þetta hafi ekkert endilega fælt fólkið frá sem var tilbúið að hlusta á okkur.“ Þorsteinn segir meðal annars í viðtalinu að bakslag sé komið í umræðuna um jafnréttismál. Hann segist hafa velt fyrir sér því hvort hann eigi að snúa sér að öðru en hans magatilfinning sé sú að það sé ekki kominn tími á það. Þorsteinn segist vilja halda áfram að vinna á vettvangi kynjafræðinnar þó síðustu mánuðir hafi tekið á. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta var óheyrileg vinna að skrifa þessa bók, þó ég hafi elskað það en einhvern veginn bara allt í kringum það og kannski hvirfilbylurinn og allskonar óumbeðið sem fylgdi því, en þú veist líka bara einhvern veginn allt álagið og stressið og allt þetta....í fyrsta skiptið bara síðan ég byrjaði að gera þetta núna í lok janúar, þá hugsaði ég bara: Ókei, er þetta búið? Er þetta komið gott? Á ég að fara að gera eitthvað annað?“ Þorsteinn segist í raun hafa upplifað kulnun. Hann hafi átt erfitt með að hlusta á eigið innsæi í febrúar og varla fengið nýjar hugmyndir. „Konan mín vill meina að ég hafi farið í einhverskonar burnout eða kulnun en þetta var einhver ný tilfinning,“ segir Þorsteinn. „Ég er kannski dálítið ennþá að vinna úr því. Bara hvert er ég að fara? Hvað vil ég gera? Á ég eftir að gera eitthvað? Er eitthvað ósagt hérna?“ Einkalífið Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar fótboltaferilinn sinn og hvernig hann tókst á við eigin eiturlyfjanotkun á yngri árum. Hann segir jafnframt frá því hvernig hann kynntist konunni sinni Huldu Tölgyes og hvernig það er fyrir hann að vinna svo náið með henni. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Lýsir sér sem köldum og praktískum Þorsteinn segir meðal annars í þættinum að þegar hann hafi verið ungur maður hafi það aldrei verið stefnan að verða kynjafræðingur. Hann ólst upp hjá mömmu sinni og afa sínum og ömmu í Grafarvogi en pabbi hans er bandarískur og býr í Bandaríkjunum. Þorsteinn segir það ekki hafa verið erfitt. „Ég var aldrei að hugsa það að mig vantaði eitthvað eða neitt þannig og ég er náttúrulega með ömmu og afa. Mamma mín er náttúrulega átján ára þegar hún eignast mig þannig foreldrar hennar, amma og afi hefðu alveg getað verið foreldrar mínir. Og fólk hélt það oft að mamma væri systir mín,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn er fótboltakappi að fornu fari og spilaði meðal annars með ÍR. Þannig hafi margir haldið það þegar hann útskrifaðist úr tíunda bekk að amma hans væri mamma hans og mamma hans systir hans. Þegar hann var þrettán ára kynntist mamma hans manninum sem hún er með í dag. „Þó ég kalli hann aldrei pabba þá er hann klárlega pabbi minn, því hann er í lífi mínu og elur mig rosalega mikið upp. Þannig nei ég get ekki sagt að ég hafi upplifað einhvern skort eða einhverja sorg af því að pabbi minn var ekki. En það er mögulega einhver hluti af mér, að ég er kaldur og praktískur. Það er enginn pabbi og ég er ekkert að pæla í því, við bara höldum áfram,“ segir Þorsteinn. „Nú er ég að hinta að því en þú ætlar ekki að hafa mig hérna í marga daga, að það er náttúrulega ákveðin skýring á því af hverju ég er svona kaldur og praktískur og það verður mér svona til trafala getum við sagt, sérstaklega þegar ég fer síðan að stofna til fjölskyldu og náin samskipti sem ég fer síðan að endurskoða í rauninni með kynjafræðináminu og femínismanum. Af hverju er ég eins og ég er?“ Þorsteinn ræðir hlutina á opinskáan hátt í viðtalinu. Vísir/Vilhelm Lifði tvöföldu lífi Þorsteinn er fótboltamaður að fornu fari og spilaði sem markmaður. Hann spilaði lengi vel en segir að hann hafi á þessum tíma sem ungur maður lifað tvöföldu lífi þar sem djammið hafi tekið sinn toll. „Það má segja að þessi gæi sem ætlaði sér að vera bestur í fótbolta og atvinnumaður, hann lifði dálítið tvöföldu lífi af því að ég var líka að kljást við það að hafa ekki stjórn á áfengisneyslu og aðeins meira en það. Þannig kannski sautján, átján ára þá er ég einhvern veginn að reyna alltaf að fara ekki fram úr mér í drykkju og svona djammneyslu. Ég lifði fullkomlega tvöföldu lífi. Ég var þessi, í rauninni djammari, sem gat illa stoppað. Nema ég var neyddur til þess að stoppa ef það var leikur eða æfing, þó ég hafi alveg mætt drukkinn á æfingar.“ Þorsteinn segir að sér hafi aldrei fundist þetta vera vesen. Hann hafi aldrei upplifað að hann væri eins og hinir sem væru klárlega í ruglinu. Þá opnar Þorsteinn sig um reynslu sína af amfetamínnotkun á þessum árum. Hann hafi prófað þetta í partýi í bríaríi þar sem ekki tókst að redda grasi, sem Þorsteinn hafði heldur aldrei prufað. „Þá bara gerðist eitthvað þegar ég prófaði þetta efni. Þetta var það sem er kallað í sumum samtökum andleg vakning. Þetta var rosalegt. En þetta var bara djamm og ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Ég meina þetta eru fíkniefni og ég nota ekki fíkniefni sko! Þarna er ég hvað, átján, nítján ára.“ Þorsteinn segir að í hvert einasta sinn sem hann hafi fengið sér bjór þá hafi hann orðið að prófa efnið aftur. Hann hafi gert þetta í nokkur skipti en síðan hafi tekið við nokkur ár þar sem hann hafi notað efnin á djamminu. Það hafi verið skrýtin tilfinning að upplifa að hann hefði enga stjórn á lönguninni í efnið. Það hefur væntanlega tekið þig tíma að horfast í augu við þetta? „Já það tók tíma. Og mér fannst ég aldrei vera að glíma við vandamál. Í rauninni. Þetta var bara: Æi þú veist, ég drakk aðeins of mikið. Og ég var aðeins of hress. Og vinir mínir, ég átti dásamlega vini sem föttuðu aldrei neitt af því að ég var solo player í þessu. Ég bara skaust aðeins og kom aftur geðveikt hress.“ Þeir tóku alltaf eftir því, ég var alltaf að fara að fylla á inneignina og ég var alltaf aðeins að skjótast og svo kom ég til baka brjálæðislega hress og góður á því og svo var ég bara alltaf út um allt og eitthvað svona.“ Þorsteinn segir vini sína hafa verið farið að gruna að eitthvað skrítið væri í gangi. Enginn hafi vitað af neyslunni og því var um fullkomlega tvöfalt líf að ræða þar sem Þorsteinn var einn. Hann segist hafa hætt þegar hann var um 22 ára í nokkra mánuði en fallið. Niðurtúrinn hafi orðið sífellt harkalegri og áhrifin meiri á andlega heilsu hans. Þorsteinn lýsir á hispurslausan hátt fíkniefnanotkun sinni á yngri árum. Manstu eftir því augnabliki þar sem þú áttar þig á því að þú getir ekki meir? „Ekki beint augnabliki, en þetta voru svona tímabil þar sem ég er bara: Ókei sjitt maður. Nú verður mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur drullu erfiður og ég er bara farinn að skjálfa einhvern veginn og kominn með taugakippi. Ég er bara að keyra og mér líður eins og það sé að koma bíll, þannig ég vissi að það er eitthvað skrítið í gangi hérna og að ég þyrfti eitthvað að skoða þetta.“ Þorsteinn segist fyrir slysni hafa farið á fundi þar sem hann tókst á við fíknina. Þar hafi ríkt þagnarskylda en Þorsteinn telur sig geta rætt málið nú þegar svo mörg ár eru liðin. „Ég fer þangað og það breytir lífi mínu. Ég verð edrú í langan tíma og þar byrjar sjálfsskoðunin. Þar byrja ég að fara í einhverja sporavinnu og einmitt fer að hjálpa öðrum og líf mitt gjörbreytist. Ég fer inn á þessa vegferð sjálfsskoðunarinnar. Þetta er 2007. Þannig að í góðærinu er mitt hrun. Þar byrjar sjálfsskoðunin sem er fyrst og fremst, alls ekkert feminísk þannig séð.“ Vill nýta forréttindi sín til góðs Þorsteinn lýsir því í þættinum hvernig honum datt í fyrsta sinn í hug að stofna fræðsluvettvang á samfélagsmiðlum um karlmennsku. Hann hafi tekið þátt í dragkeppni í félagsmiðstöðinni sem hann starfaði í og fengið mörg komment helgina eftir þegar hann gat ekki þrifið af sér naglalakk. Hann segir planið alltaf hafa verið að ná til gæja eins og hans sjálfs. Hvað finnst þér um athyglina sem þú færð? Fílarðu hana eða finnst þér hún óþægileg? „Sko, það er bæði. Ég vil hafa áhrif. Það er það sem ég vil gera. Ég vil hreyfa við gaurum eins og mér. Það var alltaf planið. Ná til þessara gæja sem voru eins og ég, sem höfðu aldrei heyrt um forréttindi eða feminísma eða karlmennsku. Ég vildi hreyfa við þeim og fá þá til að hugsa: „Já, karlmennska, hvað er það?“ Þorsteinn segir oft og reglulega velta fyrir sér umræðunni, hve hörð hún sé og áhrifin sem hún hafi á hann. Hann segir það hluta af samfélagsgerðinni, af feðraveldinu, að hann fái að taka svo mikið pláss í umræðunni. „Fólk vill heyra gaur eins og mig tala um jafnréttismál. Það er ástæðan fyrir því að ég fæ tækifæri til þess að miðla þekkingunni minni. Það eru forréttindin mín, klárlega. Þannig ég reyni að nýta þau þessi forréttindi sem ég hef á ábyrgan hátt. Hvenær er ég að taka of mikið pláss? Ég veit það ekki. Ég viljandi stundum bara svona bakka, ég ætla ekki inn í þessa umræðu, ég ætla ekki í þetta viðtal, ég ætla ekki í þessa hluti og bendi frekar á mína kollega eða vini eða vinkonur í þessum bransa. Þannig ég er ekki að reyna að éta upp allt plássið þó að það gerist mjög mikið.“ Þorsteinn segir markmið sitt að nýta forréttindi sín til góðs.Vísir/Vilhelm Ást við fyrstu sýn Í þættinum lýsir Þorsteinn því einnig hvernig hann og eiginkona hans sálfræðingurinn Hulda Tölgyes kynntust. Þau kynntust í gegnum sameiginlegan vin og segir Þorstein að þau hafi spjallað saman langt fram á nótt fyrsta skiptið sem þau hittust. Þetta var ást við fyrstu sýn? „No joke, það liggur við að maður skammist sín fyrir að segja þetta en svona var þetta. Svona kynntumst við og það varð einhver djúpstæð tenging og við bara fundum það að við áttum vel saman. Við höfum verið saman í tíu ár núna en eins og þú nefndir að við höfum skrifað bók saman, sem byggir á sárri reynslu hennar af þessu sambandi sem við byrjuðum á, bara því miður.“ Þorsteinn lýsir á einlægan hátt deginum sem hann hitti Huldu í fyrsta sinn. Þar vísar Þorsteinn til bókar þeirra Huldu um þriðju vaktina sem kom út fyrir síðustu jól. Hann segir spurður það vera geðveikt að vinna með makanum sínum. Hann segist mæla með því. „Ég mæli með því að vinna saman ef að, það er stórt ef þarna, ef að tengslin eru í lagi og þið eruð tengd og eruð að gera eitthvað með sambandið ykkar. Þannig að ókei, það er geggjað að vinna með henni, ekki bara af því að okkur gengur vel í tengslunum okkar, heldur af því að styrkleikarnir okkar eru svo ólíkir. Það kom líka bara á óvart og það í rauninni lærðum við bara af með því að skrifa þessa bók, hversu ótrúlega gott fit við erum í að skrifa bækur og vinna saman.“ Átti aldrei að snúast um Ester Þorsteinn ræðir í þættinum hispurslaust um mistök sín í aðdraganda útgáfu bókar þeirra Huldu um þriðju vaktina, þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss, Esteri Harðardóttur í færslu á samfélagsmiðlinum sínum og hvatti fylgjendur sína til að senda henni póst þar sem Bónus ætlaði ekki að selja bók þeirra. „Ég ætla bara að segja til að byrja með að þetta með Bónus dæmið, að það voru klárlega mistök hjá mér að nefna einhverja konu á nafn. Ég hefði aldrei átt að gera það. Það var fáránlegt hjá mér og algjört klúður. Þarna var ég bara heima hjá mér einmitt aðeins að missa mig í karlmennskunni, að vera eitthvað pirraður yfir þessu svari sem ég fékk frá Bónus.“ Þorsteinn útskýrir að á þessum tímapunkti hafi þeim hjónum borist margar fyrirspurnir um það hvers vegna bók þeirra væri ekki fáanleg í Bónus. Hulda hafi sett á Instagram að bókina væri þó að finna á ýmsum öðrum stöðum. „Af því að hún er svo góð í þessu, að hún er hér og hér og hér og hér og nefnir það allt saman. Taggar mig. Og ég reposta þessu og fer aðeins lengra með þetta af því að ég er pirraður og segi: Bónus vildi hana ekki og fer yfir í rauninni hvernig aðdragandinn var, fer aðeins yfir vinnubrögðin sem ég var ósáttur við. Sem ég stend ennþá alveg við.“ Gagnrýnin á vinnubrögð Bónuss stendur „Ég stend alveg við að það er ýmislegt sem mér fannst ekki vel gert. Mér fannst það ófaglegt og mér fannst allskonar svona og mér finnst það ennþá problematískt, mjög problematískt, vegna stöðu Bónuss. Þetta hefur ekkert með Ester að gera. Við getum alveg haldið henni fyrir utan sviga en af því að það er búið að nafngreina hana og eitthvað svona og ég gerði það sannarlega, sem voru mistök,“ segir Þosteinn. „Þetta átti aldrei að snúast um hana, heldur um Bónus sem þessa risastóru keðju sem getur í rauninni, ja búið til metsölubækur eða ekki. Og hvernig ætlar Bónus að gera það? Og það er það sem ég gagnrýndi og vildi gagnrýna.“ Þorsteinn segist hafa farið oft í gegnum það í huganum hvað hann hafi nákvæmlega gert þennan dag. Hann hafi velt því upp úr sér að hann hafi skrifað „ester@bonus.is“ en ekki „bonus@bonus.is.“ „Ég stend ennþá við það sem ég gerði og sagði sko. Að öllu leyti nema að nefna þessa konu. Ég sagði: Þið sem hefðuð viljað sjá bókina í Bónus getið haft samband á og svo gaf ég upp email. Ég hefði átt að gefa upp almennt email og mér finnst ekkert óeðlilegt við þetta en jú það má kannski segja að ég hafi sigað mínum fylgjendum á þessa konu. Það var ekki hugsunin mín.“ Hissa á viðbrögðunum Þorsteinn segir sér hafa liðið ótrúlega illa. Þau hafi þarna sett gríðarlega mikla vinnu í bókina og það hafi verið mikið í húfi. „Þetta var náttúrulega ótrúlegt og ég hef aldrei lent í svona hvirfilbyl. Ég man ég hugsaði þegar ég sá að þetta var orðið fjölmiðlamál, semsagt áður en ég biðst afsökunar held ég, þá hugsa ég: Heyrðu ég verð aðeins að tala inn í þetta maður. Já ég sé mistökin. Og við vorum nú búin að vera að semí hlæja að því hvað ég hefði nú verið entitled og mikill djöfulsins karlakarl þarna og eitthvað svona.“ Þau Þorsteinn og Hulda við útgáfu bókar sinnar fyrir síðustu jól ásamt dóttur sinni og Elizu Reid forsetafrú. Hann hafi því sett út afsökunarbeiðni á sínum miðlum. Þá sendi hann Esteri jafnframt tölvupóst. Þorsteinn segir hörkuna í kommentakerfum eftir að hann setti út sína afsökunarbeiðni hafa komið sér á óvart. „Af því að ég lét sko ritstjórann okkar lesa yfir það sem ég er að skrifa, er ég ekki örugglega að taka þetta til mín, af því að ég hef gagnrýnt svo margar afsökunarbeiðnir eða efsökunarbeiðnir og ég bara vildi taka þetta. Ég klúðraði. Ég ruglaðist. Svo fæ ég þetta og ég bara....ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en ég er bara gjörsamlega útkeyrður, það er mikið í húfi að selja þessa bók og það er allskonar. Einmitt líka bara framlag konunnar minnar, ég er einhvern veginn búinn að draga hana þarna inn í þetta.“ Rekur sumt til boðskapsins Hann segist ekki hafa skoðað öll kommentin en ljóst sé að þar séu á ferðinni ljót komment og ærumeiðingar. Þorsteinn segir ljóst að hlakkað hafi í einstaka týpum á samfélagsmiðlum vegna málsins. Heldurðu að það sé eingöngu út af ykkar boðskap? „Það er eingöngu út af því. Auðvitað. Hvenær sjáum við þennan hóp af fólki og þessa einstaklinga gjörsamlega missa sig yfir einhverju sem þeim finnst vegið að? Ætlar þessi hópur allt í einu að fara að standa upp fyrir einhverja konu sem var brotið á? Hvenær hefur þessi hópur gert það? Bara never, aldrei,“ segir Þorsteinn. „Þannig að þetta er hundrað prósent af því að ég er sá sem ég er, ég tek feminíska afstöðu og þetta er hundrað prósent af því að ég er feminískur. Og ég átti svo skilið að fá það óþvegið, ég átti svo skilið að fá skít yfir mig. Og bara já já, ég átti það skilið og ég bara tek því. En fokk hvað það var óþægilegt og þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni lesið það, bara heyrt af því og vitað af því, þannig já það var viðbjóður.“ Þau Hulda og Þorsteinn með yngsta barninu sínu. Pældi í fyrsta sinn í því að gera eitthvað annað Þorsteinn segir það á ákveðinn hátt hafa varið sig frá neikvæðninni í kringum málið að salan á bókinni hafi gengið gríðarlega vel. Rúmlega 1400 bækur hafi selst af 1500 prentuðum eintökum. Var það það sem varði þig frá þessari umræðu? „Örugglega. Og það er náttúrulega líka bara hluti af forréttindunum en líka bara þessari einstöku stöðu sem ég og Hulda vorum í. Ég meina, þetta er brjálæðislega heitt topic, þriðja vaktin. Fólk veit rosalega lítið um þettaþ annig við vorum með rosalega heita bók sem ég held reyndar að við hefðum örugglega selt meira af ef umræðan hefði ekki verið svona tryllingsleg en ég held að jú, þetta hafi ekkert endilega fælt fólkið frá sem var tilbúið að hlusta á okkur.“ Þorsteinn segir meðal annars í viðtalinu að bakslag sé komið í umræðuna um jafnréttismál. Hann segist hafa velt fyrir sér því hvort hann eigi að snúa sér að öðru en hans magatilfinning sé sú að það sé ekki kominn tími á það. Þorsteinn segist vilja halda áfram að vinna á vettvangi kynjafræðinnar þó síðustu mánuðir hafi tekið á. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta var óheyrileg vinna að skrifa þessa bók, þó ég hafi elskað það en einhvern veginn bara allt í kringum það og kannski hvirfilbylurinn og allskonar óumbeðið sem fylgdi því, en þú veist líka bara einhvern veginn allt álagið og stressið og allt þetta....í fyrsta skiptið bara síðan ég byrjaði að gera þetta núna í lok janúar, þá hugsaði ég bara: Ókei, er þetta búið? Er þetta komið gott? Á ég að fara að gera eitthvað annað?“ Þorsteinn segist í raun hafa upplifað kulnun. Hann hafi átt erfitt með að hlusta á eigið innsæi í febrúar og varla fengið nýjar hugmyndir. „Konan mín vill meina að ég hafi farið í einhverskonar burnout eða kulnun en þetta var einhver ný tilfinning,“ segir Þorsteinn. „Ég er kannski dálítið ennþá að vinna úr því. Bara hvert er ég að fara? Hvað vil ég gera? Á ég eftir að gera eitthvað? Er eitthvað ósagt hérna?“
Einkalífið Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira