„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. mars 2024 18:55 Steinunn Ólína ætlar að bíða eftir ákvörðun Katrínar um framboð til forseta. Bjóði Katrín sig fram, ætlar Steinunn að gera það líka. Vísir/Vilhelm/Arnar Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. Þetta kemur fram í páskakveðju sem Steinunn birti á Facebook-síðu sinni í dag. Steinunn skrifaði skoðanagreinina „Bréf til þjóðarinnar“ á Vísi í vikunni þar sem hún sagðist alvarlega vera að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Í færslunni í dag segist Steinunn vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún finnur fyrir og fagnar því hversu margir hafa sýnt embætti forseta áhuga. Þá tiltekur hún hverju hún sé að bíða eftir áður en hún bíður sig fram. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð. Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð,“ skrifar Steinunn í færslu sinni í dag. Treystir Katrínu ekki fyrir fjöregginu Steinunn segir að sér fyndist framboð Katrínar bera vott um oflæti og að með því sýndi Katrín þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu. Það geti hún ekki sætt sig við. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki. Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk,“ skrifar Steinunn að lokum. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Þetta kemur fram í páskakveðju sem Steinunn birti á Facebook-síðu sinni í dag. Steinunn skrifaði skoðanagreinina „Bréf til þjóðarinnar“ á Vísi í vikunni þar sem hún sagðist alvarlega vera að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Í færslunni í dag segist Steinunn vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún finnur fyrir og fagnar því hversu margir hafa sýnt embætti forseta áhuga. Þá tiltekur hún hverju hún sé að bíða eftir áður en hún bíður sig fram. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð. Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð,“ skrifar Steinunn í færslu sinni í dag. Treystir Katrínu ekki fyrir fjöregginu Steinunn segir að sér fyndist framboð Katrínar bera vott um oflæti og að með því sýndi Katrín þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu. Það geti hún ekki sætt sig við. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki. Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk,“ skrifar Steinunn að lokum.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30
Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42
Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30