„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. mars 2024 18:55 Steinunn Ólína ætlar að bíða eftir ákvörðun Katrínar um framboð til forseta. Bjóði Katrín sig fram, ætlar Steinunn að gera það líka. Vísir/Vilhelm/Arnar Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. Þetta kemur fram í páskakveðju sem Steinunn birti á Facebook-síðu sinni í dag. Steinunn skrifaði skoðanagreinina „Bréf til þjóðarinnar“ á Vísi í vikunni þar sem hún sagðist alvarlega vera að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Í færslunni í dag segist Steinunn vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún finnur fyrir og fagnar því hversu margir hafa sýnt embætti forseta áhuga. Þá tiltekur hún hverju hún sé að bíða eftir áður en hún bíður sig fram. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð. Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð,“ skrifar Steinunn í færslu sinni í dag. Treystir Katrínu ekki fyrir fjöregginu Steinunn segir að sér fyndist framboð Katrínar bera vott um oflæti og að með því sýndi Katrín þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu. Það geti hún ekki sætt sig við. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki. Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk,“ skrifar Steinunn að lokum. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Þetta kemur fram í páskakveðju sem Steinunn birti á Facebook-síðu sinni í dag. Steinunn skrifaði skoðanagreinina „Bréf til þjóðarinnar“ á Vísi í vikunni þar sem hún sagðist alvarlega vera að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Í færslunni í dag segist Steinunn vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún finnur fyrir og fagnar því hversu margir hafa sýnt embætti forseta áhuga. Þá tiltekur hún hverju hún sé að bíða eftir áður en hún bíður sig fram. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð. Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð,“ skrifar Steinunn í færslu sinni í dag. Treystir Katrínu ekki fyrir fjöregginu Steinunn segir að sér fyndist framboð Katrínar bera vott um oflæti og að með því sýndi Katrín þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu. Það geti hún ekki sætt sig við. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki. Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk,“ skrifar Steinunn að lokum.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. 25. mars 2024 19:30
Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42
Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. 14. mars 2024 15:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent