Gagnrýnin í garð Haaland hafi verið „ósanngjörn og algjört bull“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 18:30 Erling Braut Haaland var í strangri gæslu gegn Arsenal síðastliðinn sunnudag. Visionhaus/Getty Images Sperkspekingurinn Chris Sutton, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Blackburn Rovers og Chelsea, segir að gagnrýni Roy Keane í garð norska framherjans Erling Braut Haaland hafi verið „ósanngjörn og algjört bull.“ Keane sparaði ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn eftir markalaust jafntefli Manchester City og Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn sunnudag. Þar sagði Keane meðal annars að þrátt fyrir að Haaland væri einn sá allra besti í heiminum fyrir framan markið þá þætti honum getustig framherjans í almennum leik vera á pari við leikmann í D-deild. Fyrrverandi framherjinn Chris Sutton, sem á sínum tíma lék fyrir lið á borð við Blackburn Rovers, Chelsea og Celtic, segir gagnrýni Keane á hendur Haaland hins vegar vera ósanngjarna. „Þetta var algjört bull og ósanngjarnt í garð Haaland,“ sagði Sutton í samtali við BBC í morgun. „Það hafa allir verið að lofa William Saliba og Gabriel [varnarmönnum Arsenal] allt tímabilið. Þegar Stefan Ortega [markvörður Manchester City] er að senda langar sendingar á Haaland þá eru þeir tveir líklega þeir bestu í að vinna í kringum snertinguna frá framherja. Þeir eru virkilega klókir í sínum varnarleik.“ „Hefði Haaland getað verið sterkari? Hefði hann getað verið klókari og hefði hann getað gert hlutina betur? Klárlega. En stundum mætirðu frábærum varnarmönnum, sem Saliba og Gabriel voru á sunnudaginn,“ bætti Sutton við. „Þeir geta verið svo nálægt sóknarmanninum af því að þeir vita alltaf að hinn kemur í hjálpina. Það er það sem gerir þetta svo erfitt fyrir Haaland og svo er þetta ekki það sem Haaland var keyptur til Manchester City til að gera.“ Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Keane sparaði ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn eftir markalaust jafntefli Manchester City og Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn sunnudag. Þar sagði Keane meðal annars að þrátt fyrir að Haaland væri einn sá allra besti í heiminum fyrir framan markið þá þætti honum getustig framherjans í almennum leik vera á pari við leikmann í D-deild. Fyrrverandi framherjinn Chris Sutton, sem á sínum tíma lék fyrir lið á borð við Blackburn Rovers, Chelsea og Celtic, segir gagnrýni Keane á hendur Haaland hins vegar vera ósanngjarna. „Þetta var algjört bull og ósanngjarnt í garð Haaland,“ sagði Sutton í samtali við BBC í morgun. „Það hafa allir verið að lofa William Saliba og Gabriel [varnarmönnum Arsenal] allt tímabilið. Þegar Stefan Ortega [markvörður Manchester City] er að senda langar sendingar á Haaland þá eru þeir tveir líklega þeir bestu í að vinna í kringum snertinguna frá framherja. Þeir eru virkilega klókir í sínum varnarleik.“ „Hefði Haaland getað verið sterkari? Hefði hann getað verið klókari og hefði hann getað gert hlutina betur? Klárlega. En stundum mætirðu frábærum varnarmönnum, sem Saliba og Gabriel voru á sunnudaginn,“ bætti Sutton við. „Þeir geta verið svo nálægt sóknarmanninum af því að þeir vita alltaf að hinn kemur í hjálpina. Það er það sem gerir þetta svo erfitt fyrir Haaland og svo er þetta ekki það sem Haaland var keyptur til Manchester City til að gera.“
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira