Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2024 15:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi. Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi.
Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira