Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2024 15:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi. Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi.
Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira