Steinunn Ólína komin á lista yfir forsetaefni Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2024 10:06 Steinunn Ólína meldaði sig í gærkvöldi á lista yfir forsetaefni; þá sem safna meðmælendum fyrir væntanlegt forsetaframboð. Kári Sverrisson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona er komin í hóp þeirra sem nú eru að safna meðmælendum vegna hugsanlegs forsetaframboðs. Steinunn hefur þegar lýst því yfir að hún ætli örugglega fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stígur fram og lýsir yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Ég var einfaldlega að bregðast við sögusögnum þess efnis að forsætisráðherra Íslands ætli sér á elleftu stundu að yfirgefa ríkisstjórn sína til að freista þess að verða forseti landsins og þar með hugsanlega forseti eigin ríkisstjórnar. Sem væri annkannalegt svo ekki sé meira sagt.“ Það truflar Steinunni að Katrín hafi ekki gefið upp hvað hún hyggst gera. Hún ritaði grein sem birtist á Vísi sem heitir hvorki meira né minna en Bréf til þjóðarinnar þar sem Steinunn Ólína fer skilmerkilega yfir hvað það væri sem vill með forsetaframboði. Þar segir meðal annars: „Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti.“ Þá nefnir Steinunn Ólína að hún hafi aldrei haft klappstýrur og já-fólk í kringum sig. Hún segir jafnframt að ef hún gefi kost á sér í komandi forsetakosningum muni hún gera það af heilum hug. „Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni.“ Talsverð hreyfing er á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. Í gær voru þeir 60, í gærkvöldi voru þeir komnir í 58 þrátt fyrir að Jón Gnarr hafi bæst við á lista, en í dag þegar þetta er skrifað eru þeir orðnir 63. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. 2. apríl 2024 16:00 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Steinunn hefur þegar lýst því yfir að hún ætli örugglega fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stígur fram og lýsir yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Ég var einfaldlega að bregðast við sögusögnum þess efnis að forsætisráðherra Íslands ætli sér á elleftu stundu að yfirgefa ríkisstjórn sína til að freista þess að verða forseti landsins og þar með hugsanlega forseti eigin ríkisstjórnar. Sem væri annkannalegt svo ekki sé meira sagt.“ Það truflar Steinunni að Katrín hafi ekki gefið upp hvað hún hyggst gera. Hún ritaði grein sem birtist á Vísi sem heitir hvorki meira né minna en Bréf til þjóðarinnar þar sem Steinunn Ólína fer skilmerkilega yfir hvað það væri sem vill með forsetaframboði. Þar segir meðal annars: „Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti.“ Þá nefnir Steinunn Ólína að hún hafi aldrei haft klappstýrur og já-fólk í kringum sig. Hún segir jafnframt að ef hún gefi kost á sér í komandi forsetakosningum muni hún gera það af heilum hug. „Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni.“ Talsverð hreyfing er á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. Í gær voru þeir 60, í gærkvöldi voru þeir komnir í 58 þrátt fyrir að Jón Gnarr hafi bæst við á lista, en í dag þegar þetta er skrifað eru þeir orðnir 63.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. 2. apríl 2024 16:00 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. 2. apríl 2024 16:00
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00