Rubiales handtekinn í tengslum við spillingarmálið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2024 12:01 Luis Rubiales var handtekinn í morgun. Marcos del Mazo/PA Images via Getty Images Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, var í morgun handtekinn á flugvellinum í Madríd. Rubiales er grunaður um að hafa þegið ólöglegar greiðslur er spænska knattspyrnusambandið gerði himinháann samning um að leikurinn um spænska ofurbikarinn færi fram í Sádi-Arabíu. Hann var því handtekinn á flugvellinum í Madríd við komu sína frá Dóminíska lýðveldinu. Saksóknarar á Spáni fara fram á að Rubiales verði dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, en Rubiales neitar öllum ásökunum á hendur sér. Húsleit var gerð á heimili Rubiales í lok síðasta mánaðar þegar hann var staddur í Dóminíska lýðveldinu. Þá var lögregluleit einnig framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum þann 20. mars síðastliðinn, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Þetta er ekki eina málið sem Rubiales á yfir höfði sér, en hann var á dögunum einnig ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári. Rubiales smellti óumbeðnum kossi á varir Jenni Hermoso, leikmanns spænska landsliðsins er liðið fagnaði glæstum sigri á HM í fyrra. Mál sem vakti mikla athygli á sínum tíma og í kjölfarið komu upp úr kófinu fleiri ásakanir á hendur Rubiales um óviðeigandi hegðun. Dómstólar á Spáni haft málið á sínu borði og hefur Rubiales nú verið ákærður í tveimur mismunandi liðum. Annar þeirra snýr að kynferðisbroti og hinn að stjórnandi hegðun hans í kjölfar hins óumbeðna koss. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Rubiales er grunaður um að hafa þegið ólöglegar greiðslur er spænska knattspyrnusambandið gerði himinháann samning um að leikurinn um spænska ofurbikarinn færi fram í Sádi-Arabíu. Hann var því handtekinn á flugvellinum í Madríd við komu sína frá Dóminíska lýðveldinu. Saksóknarar á Spáni fara fram á að Rubiales verði dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, en Rubiales neitar öllum ásökunum á hendur sér. Húsleit var gerð á heimili Rubiales í lok síðasta mánaðar þegar hann var staddur í Dóminíska lýðveldinu. Þá var lögregluleit einnig framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum þann 20. mars síðastliðinn, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Þetta er ekki eina málið sem Rubiales á yfir höfði sér, en hann var á dögunum einnig ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári. Rubiales smellti óumbeðnum kossi á varir Jenni Hermoso, leikmanns spænska landsliðsins er liðið fagnaði glæstum sigri á HM í fyrra. Mál sem vakti mikla athygli á sínum tíma og í kjölfarið komu upp úr kófinu fleiri ásakanir á hendur Rubiales um óviðeigandi hegðun. Dómstólar á Spáni haft málið á sínu borði og hefur Rubiales nú verið ákærður í tveimur mismunandi liðum. Annar þeirra snýr að kynferðisbroti og hinn að stjórnandi hegðun hans í kjölfar hins óumbeðna koss.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira