Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2024 13:54 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af að Katrín bjóði sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. „Hvort sem að hún lætur til skara skríða eða hættir við þá verðum við allavega að gera ráð fyrir því að það séu verulegar líkur á því að hún sé að fara í forsetaframboð og þá er auðvitað stjórnarsamstarfið í uppnámi og mikilvægt að stjórnarflokkarnir ráði ráðum sínum um þá í fyrsta lagi hvort og þá hvernig hægt væri að halda áfram með þetta samstarf og það er engan veginn augljóst eða einfalt.“ Eiríkur segir Katrínu sterkan frambjóðandi ef hún stígur fram. „Katrín Jakobsdóttir nýtur gríðarlegrar virðingar í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur risið til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Hún er einn farsælasti stjórnmálaforingi samtímans. vinsældir hennar hafa vissulega dvínað verulega að undanförnu en engu að síður þá hlýtur hún að teljast feikilega sterkur frambjóðandi og líklegasti sterkasti frambjóðandinn sem að stigið hefur fram eða verið í umræðunni fram til þessa. Hún getur hins vegar ekki gengið að sigri vísum. Það er allskonar sem getur gerst í þessum.“ Þá segir hann óvissu um framtíð ríkisstjórnarinnar ef Katrín býður sig fram. „Það er mögulegt að hún lifi það af. Það eru allskonar kostir í stöðunni. Augljósasti er auðvitað að nýr forystumaður Vinstri-grænna taki við forsætisráðuneytinu. Það er svona kannski fyrir fram það sem væri augljósast en það eru margir aðrir kostir líka til staðar en svo getur það líka farið svo að ríkisstjórnin springi og við séum að horfa framan í þingkosningar á næstunni en það hefur nú beinlínis stefnt í kosningar svona fyrr heldur en síðar miðað við ástandið á stjórnarheimilinu síðustu misserin.“ Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
„Hvort sem að hún lætur til skara skríða eða hættir við þá verðum við allavega að gera ráð fyrir því að það séu verulegar líkur á því að hún sé að fara í forsetaframboð og þá er auðvitað stjórnarsamstarfið í uppnámi og mikilvægt að stjórnarflokkarnir ráði ráðum sínum um þá í fyrsta lagi hvort og þá hvernig hægt væri að halda áfram með þetta samstarf og það er engan veginn augljóst eða einfalt.“ Eiríkur segir Katrínu sterkan frambjóðandi ef hún stígur fram. „Katrín Jakobsdóttir nýtur gríðarlegrar virðingar í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur risið til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Hún er einn farsælasti stjórnmálaforingi samtímans. vinsældir hennar hafa vissulega dvínað verulega að undanförnu en engu að síður þá hlýtur hún að teljast feikilega sterkur frambjóðandi og líklegasti sterkasti frambjóðandinn sem að stigið hefur fram eða verið í umræðunni fram til þessa. Hún getur hins vegar ekki gengið að sigri vísum. Það er allskonar sem getur gerst í þessum.“ Þá segir hann óvissu um framtíð ríkisstjórnarinnar ef Katrín býður sig fram. „Það er mögulegt að hún lifi það af. Það eru allskonar kostir í stöðunni. Augljósasti er auðvitað að nýr forystumaður Vinstri-grænna taki við forsætisráðuneytinu. Það er svona kannski fyrir fram það sem væri augljósast en það eru margir aðrir kostir líka til staðar en svo getur það líka farið svo að ríkisstjórnin springi og við séum að horfa framan í þingkosningar á næstunni en það hefur nú beinlínis stefnt í kosningar svona fyrr heldur en síðar miðað við ástandið á stjórnarheimilinu síðustu misserin.“
Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23
Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44
Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18