Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 3. apríl 2024 15:30 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Vísir/Arnar „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. Hann segir að ef hún færi fram myndi það augljóslega hafa áhrif á ríkisstjórnina. Hún sé bæði forsætisráðherra og öflugur stjórnmálaleiðtogi. Heimir Már ræddi við Sigurð Inga fyrir ríkisstjórnarfundinn sem hófst klukkan 15.30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að hún ætli að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum „Mér finnst mikilvægt að við horfum til þess sem við höfum verið að gera á liðnum sjö árum. Þessum öfluga vexti sem hefur verið á Íslandi og stöðugleika að stóru leyti,“ segir Sigurður Ingi og að mikilvægt sé að ný ríkisstjórn, sem taki við ef Katrín hættir, sé jafn öflug og stöðug til að sigla í gegnum þann ólgusjó sem há verðbólga er. Sigurður Ingi vildi ekki svara því hver myndi taka við af Katrínu í forsætisráðherrastól eða hvort það væri sjálfgefið að hann eða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, myndu gera það. „Nú hefur forsætisráðherra ekki enn gefið það út að hún ætli í framboð og þess vegna er dálítið ótímabært að svara öllum svona vangaveltum. En augljóslega hlýtur allt að koma til skoðunar við slíkar aðstæður,“ segir Sigurður Ingi. Geti starfað án hennar áfram Hann telur ríkisstjórnina geta starfað án Katrínar og að mikilvægt sé að viðhalda stöðugleikanum sem ríkisstjórnin hefur haldið í sinni tíð. „Við erum búin að gera mjög stóra hluti í vetur í því samhengi. Kjarasamningarnir augljóslega eitt þeirra. Það eru ákveðin mikilvæg skilaboð sem við þurfum að senda að alveg óháð því hver sé við stjórnvölinn á hverjum tíma þá þurfum við slíka ríkisstjórn sem geti siglt þjóðarskútunni í gegnum ákveðinn ólgusjó.“ Sigurður Ingi segir að ef Katrín fari fram og skili umboði sínu þá kalli það á viðræður á milli stjórnarflokkanna og að eðlilegt sé að það gerist strax. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að Katrín sækist eftir embætti forseta. Ef það þyrfti að kalla til Alþingiskosninga telur hann þó ekki heppilegt að það sé gert á sama tíma og kjörið er til forseta. Sigurður Ingi segir að alltaf sé eftirsjá af öflugum stjórnmálaleiðtogum en það komi alltaf maður í manns stað. „En það er auðvitað sjónarsviptir ef að hún tekur þessa ákvörðun og hættir í stjórnmálum. Þá er þetta svona söguleg breyting.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3. apríl 2024 14:10 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Hann segir að ef hún færi fram myndi það augljóslega hafa áhrif á ríkisstjórnina. Hún sé bæði forsætisráðherra og öflugur stjórnmálaleiðtogi. Heimir Már ræddi við Sigurð Inga fyrir ríkisstjórnarfundinn sem hófst klukkan 15.30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að hún ætli að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum „Mér finnst mikilvægt að við horfum til þess sem við höfum verið að gera á liðnum sjö árum. Þessum öfluga vexti sem hefur verið á Íslandi og stöðugleika að stóru leyti,“ segir Sigurður Ingi og að mikilvægt sé að ný ríkisstjórn, sem taki við ef Katrín hættir, sé jafn öflug og stöðug til að sigla í gegnum þann ólgusjó sem há verðbólga er. Sigurður Ingi vildi ekki svara því hver myndi taka við af Katrínu í forsætisráðherrastól eða hvort það væri sjálfgefið að hann eða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, myndu gera það. „Nú hefur forsætisráðherra ekki enn gefið það út að hún ætli í framboð og þess vegna er dálítið ótímabært að svara öllum svona vangaveltum. En augljóslega hlýtur allt að koma til skoðunar við slíkar aðstæður,“ segir Sigurður Ingi. Geti starfað án hennar áfram Hann telur ríkisstjórnina geta starfað án Katrínar og að mikilvægt sé að viðhalda stöðugleikanum sem ríkisstjórnin hefur haldið í sinni tíð. „Við erum búin að gera mjög stóra hluti í vetur í því samhengi. Kjarasamningarnir augljóslega eitt þeirra. Það eru ákveðin mikilvæg skilaboð sem við þurfum að senda að alveg óháð því hver sé við stjórnvölinn á hverjum tíma þá þurfum við slíka ríkisstjórn sem geti siglt þjóðarskútunni í gegnum ákveðinn ólgusjó.“ Sigurður Ingi segir að ef Katrín fari fram og skili umboði sínu þá kalli það á viðræður á milli stjórnarflokkanna og að eðlilegt sé að það gerist strax. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að Katrín sækist eftir embætti forseta. Ef það þyrfti að kalla til Alþingiskosninga telur hann þó ekki heppilegt að það sé gert á sama tíma og kjörið er til forseta. Sigurður Ingi segir að alltaf sé eftirsjá af öflugum stjórnmálaleiðtogum en það komi alltaf maður í manns stað. „En það er auðvitað sjónarsviptir ef að hún tekur þessa ákvörðun og hættir í stjórnmálum. Þá er þetta svona söguleg breyting.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3. apríl 2024 14:10 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3. apríl 2024 14:10
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22