Gylfi dýrastur í nýjum fantasy-leik Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 16:15 Gylfi Þór Sigurðsson spilar sína fyrstu leiktíð á Íslandi í sumar, eftir langan feril sem atvinnumaður erlendis. vísir/Hulda Margrét ÍTF, hagsmunasamtök félaganna í efstu deildum Íslands í fótbolta, hafa opnað fyrir skráningu í draumadeildarleik sem tengist Bestu deild karla í fótbolta. Keppni í Bestu deildinni hefst á laugardaginn þegar Víkingur mætir Stjörnunni. Fjórir leikir eru svo á sunnudaginn og fyrstu umferð lýkur með leik Breiðabliks og FH á mánudagskvöld. Aðdáendur Bestu deildarinnar geta núna skráð sig í fantasy-leik sem finna má á slóðinni fantasy.bestadeildin.is. Fantasy leikur Bestu deildar karla hefur verið opnaður Hægt er að skrá sig og búa til lið á:https://t.co/hc53zHkCNB#bestadeildin pic.twitter.com/OyaP7WHUbP— Besta deildin (@bestadeildin) April 3, 2024 Það kemur kannski ekki mjög á óvart hver skipar efsta sætið á listanum yfir dýrustu leikmenn í leiknum, en það er Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Vals. Gylfi er metinn á 14 milljónir króna en notendur fá 100 milljónir til leikmannakaupa og þurfa að versla ellefu leikmenn fyrir þá upphæð. Höskuldur og Ingvar dýrastir í sinni stöðu Næstu menn á eftir Gylfa á verðlistanum eru tveir KA-menn, þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Viðar Örn Kjartansson sem líkt og Gylfi er nýkominn heim eftir langan atvinnumannaferil erlendis. Tryggvi Hrafn Haraldsson, félagi Gylfa í Val, er svo fjórði dýrastur á 13 milljónir. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er langdýrasti varnarmaður leiksins, á 12,5 milljónir, en Valsarinn Birkir Már Sævarsson kemur þar næstur á 9,5 milljónir. Af markvörðum er Víkingurinn Ingvar Jónsson dýrastur, á 7,5 milljónir, en Árni Snær Ólafsson úr Stjörnunni og Frederik Schram úr Val næstir á 7 milljónir. Fantasy-leikinn má finna með því að smella hér. Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Keppni í Bestu deildinni hefst á laugardaginn þegar Víkingur mætir Stjörnunni. Fjórir leikir eru svo á sunnudaginn og fyrstu umferð lýkur með leik Breiðabliks og FH á mánudagskvöld. Aðdáendur Bestu deildarinnar geta núna skráð sig í fantasy-leik sem finna má á slóðinni fantasy.bestadeildin.is. Fantasy leikur Bestu deildar karla hefur verið opnaður Hægt er að skrá sig og búa til lið á:https://t.co/hc53zHkCNB#bestadeildin pic.twitter.com/OyaP7WHUbP— Besta deildin (@bestadeildin) April 3, 2024 Það kemur kannski ekki mjög á óvart hver skipar efsta sætið á listanum yfir dýrustu leikmenn í leiknum, en það er Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Vals. Gylfi er metinn á 14 milljónir króna en notendur fá 100 milljónir til leikmannakaupa og þurfa að versla ellefu leikmenn fyrir þá upphæð. Höskuldur og Ingvar dýrastir í sinni stöðu Næstu menn á eftir Gylfa á verðlistanum eru tveir KA-menn, þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Viðar Örn Kjartansson sem líkt og Gylfi er nýkominn heim eftir langan atvinnumannaferil erlendis. Tryggvi Hrafn Haraldsson, félagi Gylfa í Val, er svo fjórði dýrastur á 13 milljónir. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er langdýrasti varnarmaður leiksins, á 12,5 milljónir, en Valsarinn Birkir Már Sævarsson kemur þar næstur á 9,5 milljónir. Af markvörðum er Víkingurinn Ingvar Jónsson dýrastur, á 7,5 milljónir, en Árni Snær Ólafsson úr Stjörnunni og Frederik Schram úr Val næstir á 7 milljónir. Fantasy-leikinn má finna með því að smella hér.
Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira