Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 3. apríl 2024 19:32 „Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. „Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni?“ segir Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur um mögulegt framboð forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. „Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni? Þetta virðist allt vera að koma upp á yfirborðið núna og það þarf náttúrulega að eyða þessari óvissu sem fyrst. Jafnframt hefur verið talað um hvort að boða þurfi til kosninga fyrr heldur en ella, en þetta eru allt hlutir sem að ég vona, þjóðarinnar vegna, að við fáum á hreint á næstu dögum,“ sagði Eva í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það lítur allt út fyrir að þetta sé þá barátta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er ómögulegt að segja núna til um hver lendingin verður ef til þess kemur. En af þessum tveimur formönnum í þessum flokkum þá hefur kannski staðið minni styr um Sigurð Inga og af því leyti yrði hann augljós kostur. Að sama skapi, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á, þá eru þeir stærsti flokkurinn á þingi.“ Eva segir að það sé klárlega óvanalegt ef að forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta, þar sem það hafi ekki gerst áður í Íslandssögunni. Hún bendir þó á að sitjandi þingmaður hafi boðið sig fram til forseta, það gerði Ólafur Ragnar Grímsson áður en hann var kjörinn forseti 1996 og þá fór hann í leyfi frá þingstörfum. „En hvort þetta er óeðlilegt er erfitt að segja til um. En þetta er staða sem við höfum ekki staðið frami fyrir áður að einhver sem er svona mikill forystumaður eða forystukona í stjórnmálum sé að íhuga mjög alvarlega forsetaframboð, sé að íhuga að bjóða sig fram til embættis sem er ópólitískt,“ segir Eva. Hún telur að Katrín þurfi ekki að segja af sér og hætta á þingi til að fara í forsetaframboð. „Segjum sem svo að sviðsmyndin verði sú að hún fari í leyfi og fari í framboð, og mögulega hljóti ekki brautargengi. Þá væri kannski svolítið undarleg staða fyrir hana að koma aftur, og þá mögulega aftur sem forsætisráðherra undir forsæti nýs forseta sem hún var í framboði gegn.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
„Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni? Þetta virðist allt vera að koma upp á yfirborðið núna og það þarf náttúrulega að eyða þessari óvissu sem fyrst. Jafnframt hefur verið talað um hvort að boða þurfi til kosninga fyrr heldur en ella, en þetta eru allt hlutir sem að ég vona, þjóðarinnar vegna, að við fáum á hreint á næstu dögum,“ sagði Eva í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það lítur allt út fyrir að þetta sé þá barátta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er ómögulegt að segja núna til um hver lendingin verður ef til þess kemur. En af þessum tveimur formönnum í þessum flokkum þá hefur kannski staðið minni styr um Sigurð Inga og af því leyti yrði hann augljós kostur. Að sama skapi, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á, þá eru þeir stærsti flokkurinn á þingi.“ Eva segir að það sé klárlega óvanalegt ef að forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta, þar sem það hafi ekki gerst áður í Íslandssögunni. Hún bendir þó á að sitjandi þingmaður hafi boðið sig fram til forseta, það gerði Ólafur Ragnar Grímsson áður en hann var kjörinn forseti 1996 og þá fór hann í leyfi frá þingstörfum. „En hvort þetta er óeðlilegt er erfitt að segja til um. En þetta er staða sem við höfum ekki staðið frami fyrir áður að einhver sem er svona mikill forystumaður eða forystukona í stjórnmálum sé að íhuga mjög alvarlega forsetaframboð, sé að íhuga að bjóða sig fram til embættis sem er ópólitískt,“ segir Eva. Hún telur að Katrín þurfi ekki að segja af sér og hætta á þingi til að fara í forsetaframboð. „Segjum sem svo að sviðsmyndin verði sú að hún fari í leyfi og fari í framboð, og mögulega hljóti ekki brautargengi. Þá væri kannski svolítið undarleg staða fyrir hana að koma aftur, og þá mögulega aftur sem forsætisráðherra undir forsæti nýs forseta sem hún var í framboði gegn.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22