Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2024 13:46 Finnskir landamæraverðir fylgja hælisleitendum við Vartius-landamærastöðina við Kuhmo í nóvember. Landamærunum að Rússland var lokað eftir að fjöldi hælisleitenda reyndi skyndilega að komast yfir þau á skömmum tíma. Vísir/EPA Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. Landamæri Finnlands og Rússlands hafa verið lokuð frá því í desember. Ríkisstjórn Petteri Orpo forsætisráðherra skellti í lás eftir að hundruð flóttamanna frá Afríku og Asíu byrjuðu skyndilega að streyma að landamærunum frá Rússlandi í nóvember. Stjórnvöld í Helsinki sökuðu Rússa um að standa að flóttamannastrauminum til þess að hefna sín fyrir að Finnland gekk í Atlantshafsbandalagið í fyrra. Lokunin hefur fram að þessu verið endurskoðuð og framlengd á tveggja mánaða fresti en að þessu sinni er hún ótímabundin, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hún nær nú einnig til þriggja smábátahafna við landamærin til að koma í veg fyrir að hælisleitendur reyni að sigla yfir til Finnlands. Hafnirnar verða lokaðar skemmtibátum frá miðjum þessum mánuði. Mari Rantanen, innanríkisráðherra Finnlands, segir engin merki um að staðan hafi breyst frá því í vetur. Með rísandi sól og batnandi veðri séu líkur á að flóttamannastraumurinn þyngist enn frekar. Hundruð og jafnvel þúsundir manna gætu reynt að fara yfir landamærin frá Rússlandi. Hægristjórn Orpo hyggst einnig reyna að koma í gegn nýjum lögum sem gerði henni kleift að snúa hælisleitendum beint aftur til Rússlands ef umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd eru ekki taldar eiga rétt á sér. Gagnrýnisraddir eru uppi um að frumvarp þess efnis stríði gegn alþjóðlegum sáttmálum um landamæri ríkja. Finnland Rússland Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22. nóvember 2023 23:38 Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Landamæri Finnlands og Rússlands hafa verið lokuð frá því í desember. Ríkisstjórn Petteri Orpo forsætisráðherra skellti í lás eftir að hundruð flóttamanna frá Afríku og Asíu byrjuðu skyndilega að streyma að landamærunum frá Rússlandi í nóvember. Stjórnvöld í Helsinki sökuðu Rússa um að standa að flóttamannastrauminum til þess að hefna sín fyrir að Finnland gekk í Atlantshafsbandalagið í fyrra. Lokunin hefur fram að þessu verið endurskoðuð og framlengd á tveggja mánaða fresti en að þessu sinni er hún ótímabundin, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hún nær nú einnig til þriggja smábátahafna við landamærin til að koma í veg fyrir að hælisleitendur reyni að sigla yfir til Finnlands. Hafnirnar verða lokaðar skemmtibátum frá miðjum þessum mánuði. Mari Rantanen, innanríkisráðherra Finnlands, segir engin merki um að staðan hafi breyst frá því í vetur. Með rísandi sól og batnandi veðri séu líkur á að flóttamannastraumurinn þyngist enn frekar. Hundruð og jafnvel þúsundir manna gætu reynt að fara yfir landamærin frá Rússlandi. Hægristjórn Orpo hyggst einnig reyna að koma í gegn nýjum lögum sem gerði henni kleift að snúa hælisleitendum beint aftur til Rússlands ef umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd eru ekki taldar eiga rétt á sér. Gagnrýnisraddir eru uppi um að frumvarp þess efnis stríði gegn alþjóðlegum sáttmálum um landamæri ríkja.
Finnland Rússland Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22. nóvember 2023 23:38 Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58
Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22. nóvember 2023 23:38
Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38