Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2024 13:46 Finnskir landamæraverðir fylgja hælisleitendum við Vartius-landamærastöðina við Kuhmo í nóvember. Landamærunum að Rússland var lokað eftir að fjöldi hælisleitenda reyndi skyndilega að komast yfir þau á skömmum tíma. Vísir/EPA Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. Landamæri Finnlands og Rússlands hafa verið lokuð frá því í desember. Ríkisstjórn Petteri Orpo forsætisráðherra skellti í lás eftir að hundruð flóttamanna frá Afríku og Asíu byrjuðu skyndilega að streyma að landamærunum frá Rússlandi í nóvember. Stjórnvöld í Helsinki sökuðu Rússa um að standa að flóttamannastrauminum til þess að hefna sín fyrir að Finnland gekk í Atlantshafsbandalagið í fyrra. Lokunin hefur fram að þessu verið endurskoðuð og framlengd á tveggja mánaða fresti en að þessu sinni er hún ótímabundin, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hún nær nú einnig til þriggja smábátahafna við landamærin til að koma í veg fyrir að hælisleitendur reyni að sigla yfir til Finnlands. Hafnirnar verða lokaðar skemmtibátum frá miðjum þessum mánuði. Mari Rantanen, innanríkisráðherra Finnlands, segir engin merki um að staðan hafi breyst frá því í vetur. Með rísandi sól og batnandi veðri séu líkur á að flóttamannastraumurinn þyngist enn frekar. Hundruð og jafnvel þúsundir manna gætu reynt að fara yfir landamærin frá Rússlandi. Hægristjórn Orpo hyggst einnig reyna að koma í gegn nýjum lögum sem gerði henni kleift að snúa hælisleitendum beint aftur til Rússlands ef umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd eru ekki taldar eiga rétt á sér. Gagnrýnisraddir eru uppi um að frumvarp þess efnis stríði gegn alþjóðlegum sáttmálum um landamæri ríkja. Finnland Rússland Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22. nóvember 2023 23:38 Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Landamæri Finnlands og Rússlands hafa verið lokuð frá því í desember. Ríkisstjórn Petteri Orpo forsætisráðherra skellti í lás eftir að hundruð flóttamanna frá Afríku og Asíu byrjuðu skyndilega að streyma að landamærunum frá Rússlandi í nóvember. Stjórnvöld í Helsinki sökuðu Rússa um að standa að flóttamannastrauminum til þess að hefna sín fyrir að Finnland gekk í Atlantshafsbandalagið í fyrra. Lokunin hefur fram að þessu verið endurskoðuð og framlengd á tveggja mánaða fresti en að þessu sinni er hún ótímabundin, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hún nær nú einnig til þriggja smábátahafna við landamærin til að koma í veg fyrir að hælisleitendur reyni að sigla yfir til Finnlands. Hafnirnar verða lokaðar skemmtibátum frá miðjum þessum mánuði. Mari Rantanen, innanríkisráðherra Finnlands, segir engin merki um að staðan hafi breyst frá því í vetur. Með rísandi sól og batnandi veðri séu líkur á að flóttamannastraumurinn þyngist enn frekar. Hundruð og jafnvel þúsundir manna gætu reynt að fara yfir landamærin frá Rússlandi. Hægristjórn Orpo hyggst einnig reyna að koma í gegn nýjum lögum sem gerði henni kleift að snúa hælisleitendum beint aftur til Rússlands ef umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd eru ekki taldar eiga rétt á sér. Gagnrýnisraddir eru uppi um að frumvarp þess efnis stríði gegn alþjóðlegum sáttmálum um landamæri ríkja.
Finnland Rússland Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22. nóvember 2023 23:38 Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58
Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22. nóvember 2023 23:38
Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38