Einn besti framherji heims í Kópavogi í dag: „Þeirra langbesti leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er algjör markamaskína eins og hún hefur sýnt í búningi Póllands og Wolfsburg. EPA-EFE/Marcin Gadomski Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar nýja undankeppni fyrir EM á Kópavogsvelli í dag, með leik við Pólland. Í pólska liðinu er markadrottningin Ewa Pajor langþekktasta nafnið. Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00