Eins og rakið var í Pallborðinu á Vísi í gær eru næstu skref þau að Katrín fari á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og biðjist lausnar. Þá muni forseti óska eftir því að stjórnin haldi áfram sem starfsstjórn.
Þar á eftir þurfa formenn hinna tveggja ríkisstjórnarflokkanna, Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, að funda með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, varaformanni VG, og hefja umræður um framhaldið.
Fylgst var með viðburðaríkum degi í lífi fráfarandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda í vaktinni á Vísi.
Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.