Man United neitar að læra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 14:31 Hvenær ætla leikmenn Man United að læra sína lexíu? EPA-EFE/NEIL HALL Manchester United mátti þola 4-3 tap gegn Chelsea á Brúnni í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Var það enn einn leikurinn á tímabilinu þar sem liðið fær á sig tvö mörk með stuttu millibili. Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira