Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Íþróttadeild Vísis skrifar 5. apríl 2024 18:56 Sveindís Jane sannaði enn og aftur mikilvægi sitt. Ógnaði í sífellu og mark hennar var ekki af verri endanum. vísir / hulda margrét Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. Fyrri mörkin tvö komu með stuttu millibilli undir lok fyrri hálfleiks. Malgorzata Mesjasz setti boltann óvart í eigið net eftir skalla Bryndísar Örnu og Diljá Ýr tvöfaldaði svo forystuna aðeins mínútu síðar með góðum skalla. Sveindís Jane skoraði svo glæsilegt mark á 66. mínútu og var valin maður leiksins. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [8] Virkilega örugg frammistaða í öðrum landsleik hennar. Stóð sig vel og var örugg í uppspilinu með boltann í löppunum. Átti nokkrar mjög góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [5] Er ekki bakvörður að upplagi og ber þess augljós merki. Örugg varnarlega en ekki eins seig að koma boltanum í spil og sækja upp kantinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Örugg að vana í öftustu línu. Glímdi vel við Ewu Pajor, þeirra hættulegasta leikmann. Pólland gaf marga háa bolta inn fyrir en tókst ekki að setja íslenska hafsentaparið í nein teljandi vandræði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Líkt og Glódís stóð hún sína plikt af fagmennsku og öryggi. Ekkert sérstakt út á þeirra leik að setja. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Kom óvænt inn í liðið á lokastundu en sannaði mikilvægi sitt í leiknum. Eini náttúrulegi vinstri bakvörður liðsins og spilar stórt hlutverk þegar Ísland sækir fram völlinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Var öflug á miðjunni og mikið í boltanum. Orðin lykilmaður í þessu liði og ætti að eiga öruggt sæti. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Lenti í örlitlum vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik. Sædís leitaði mikið upp völlinn og Alexandra gleymdi stundum að bakka niður fyrir hana. Bætti samt úr því í seinni hálfleik og á hrós skilið fyrir það. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Kveinkaði sér aðeins í leiknum og virtist ekki alltaf vera að keyra á fullum krafti. Sýndi samt snilldartakta inn á milli og lagði upp mark. Diljá Ýr Zomers, hægri kantmaður [8] Frábær leikur hjá henni. Gríðarleg vinnsla í allar áttir og ógnaði á ýmsan hátt. Uppskar gott mark. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður [9] - maður leiksins Lang hættulegasti og kraftmesti leikmaður liðsins. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Skoraði glæsilegt mark með vinstri fæti og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta við. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að hún haldist heil í gegnum undankeppnina. Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji [8] Fín frammistaða hjá henni. Mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland og stóð sig vel alltaf vel með mann í bakinu. Átti skallann sem leiddi til fyrsta marksins. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir [8] Kom inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur á 67. mínútu. Fín innkoma í efstu línu, átti tvær fyrirgjafir sem enduðu næstum því með marki hjá Sveindísi en í bæði skipti rétt missti hún af boltanum. Selma Sól Magnúsdóttir [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Karólínu Leu. Komst lítið í boltann enda leikurinn svo gott sem búinn þegar hún kom inn. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja samt. Sandra María Jessen [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Diljá Ýr Zomers. Fínt að fá ferskar lappir inn á þeim tímapunkti, Diljá var búin að skila góðum hlaupatölum og Sandra stóð sig vel. Amanda Jacobsen Andradóttir Kom inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Guðný Árnadóttir Kom inn fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Sjá meira
Fyrri mörkin tvö komu með stuttu millibilli undir lok fyrri hálfleiks. Malgorzata Mesjasz setti boltann óvart í eigið net eftir skalla Bryndísar Örnu og Diljá Ýr tvöfaldaði svo forystuna aðeins mínútu síðar með góðum skalla. Sveindís Jane skoraði svo glæsilegt mark á 66. mínútu og var valin maður leiksins. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [8] Virkilega örugg frammistaða í öðrum landsleik hennar. Stóð sig vel og var örugg í uppspilinu með boltann í löppunum. Átti nokkrar mjög góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [5] Er ekki bakvörður að upplagi og ber þess augljós merki. Örugg varnarlega en ekki eins seig að koma boltanum í spil og sækja upp kantinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Örugg að vana í öftustu línu. Glímdi vel við Ewu Pajor, þeirra hættulegasta leikmann. Pólland gaf marga háa bolta inn fyrir en tókst ekki að setja íslenska hafsentaparið í nein teljandi vandræði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Líkt og Glódís stóð hún sína plikt af fagmennsku og öryggi. Ekkert sérstakt út á þeirra leik að setja. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Kom óvænt inn í liðið á lokastundu en sannaði mikilvægi sitt í leiknum. Eini náttúrulegi vinstri bakvörður liðsins og spilar stórt hlutverk þegar Ísland sækir fram völlinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Var öflug á miðjunni og mikið í boltanum. Orðin lykilmaður í þessu liði og ætti að eiga öruggt sæti. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Lenti í örlitlum vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik. Sædís leitaði mikið upp völlinn og Alexandra gleymdi stundum að bakka niður fyrir hana. Bætti samt úr því í seinni hálfleik og á hrós skilið fyrir það. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Kveinkaði sér aðeins í leiknum og virtist ekki alltaf vera að keyra á fullum krafti. Sýndi samt snilldartakta inn á milli og lagði upp mark. Diljá Ýr Zomers, hægri kantmaður [8] Frábær leikur hjá henni. Gríðarleg vinnsla í allar áttir og ógnaði á ýmsan hátt. Uppskar gott mark. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður [9] - maður leiksins Lang hættulegasti og kraftmesti leikmaður liðsins. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Skoraði glæsilegt mark með vinstri fæti og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta við. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að hún haldist heil í gegnum undankeppnina. Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji [8] Fín frammistaða hjá henni. Mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland og stóð sig vel alltaf vel með mann í bakinu. Átti skallann sem leiddi til fyrsta marksins. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir [8] Kom inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur á 67. mínútu. Fín innkoma í efstu línu, átti tvær fyrirgjafir sem enduðu næstum því með marki hjá Sveindísi en í bæði skipti rétt missti hún af boltanum. Selma Sól Magnúsdóttir [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Karólínu Leu. Komst lítið í boltann enda leikurinn svo gott sem búinn þegar hún kom inn. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja samt. Sandra María Jessen [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Diljá Ýr Zomers. Fínt að fá ferskar lappir inn á þeim tímapunkti, Diljá var búin að skila góðum hlaupatölum og Sandra stóð sig vel. Amanda Jacobsen Andradóttir Kom inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Guðný Árnadóttir Kom inn fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Sjá meira