„Okkur langaði bara í meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:42 Sædís Rún Heiðarsdóttir stóð vaktina í vinstri bakverðinum vel í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur að byrja sterkt og hafa þetta í okkar höndum. 3-0 og hreint lak, það er varla hægt að biðja um meira“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir, bakvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir öruggan 3-0 sigur gegn Pólverjum í kvöld. Pólska liðið náði að skapa sér færi í upphafi leiks, en Sædís segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að íslenska liðið myndi lenda í basli í kvöld. „Mér persónulega leið ekki illa og ég vissi að við myndum fá færi. Auðvitað fengu þær líka sín færi, en okkur tókst að koma boltanum í netið og það er það sem þetta snýst um. Eins og ég segir er 3-0 bara geggjað og eftir að við skorum þetta fyrsta mark fannst mér þetta engin spurning.“ Þá segir hún einnig mikilvægt fyrir íslenska liðið að hafa náð að bæta öðru markinu við strax í kjölfar þess fyrsta. „Virkilega sterkt að ná þessu inn strax eftir fyrsta markið og auðvitað gefur það okkur meira. Það er miklu betra að hafa 2-0 forystu en 1-0 forystu því það er stutt á milli í þessu. 2-0 er auðvitað það sem maður kýs.“ Sveindís Jane Jónsdóttir bætti svo þriðja marki Íslands við tiltölulega snemma í seinni hálfleik og segir Sædís að það hafi endanlega drepið leikinn. „Mér fannst við í rauninni eiginlega drepa þetta bara eftir fyrsta markið og eftir annað markið hafði maður aldrei áhyggjur. En það er stutt á milli í þessu og maður þarf að vera vakandi þannig það var virkilega sterkt að ná í 3-0 heimasigur.“ Sædís segir það einnig hafa verið gott að sjá að íslenska liðið tók fótinn aldrei af bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera komið með þriggja marka forskot. „Persónulega langaði mig bara í meira. Kannski hefði maður þurft að halda betur í boltann stundum en okkur langaði bara í meira. En eins og ég segi er 3-0 bara flott.“ Hún segir sigurinn vera mikilvægt og gott veganesti inn í næsta leik liðsins, gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. „Ég held að ef að við spilum okkar leik þá eigum við séns í öll lið. Þannig að mér finnst þetta bara undir okkur komið,“ sagði Sædís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28 „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Pólska liðið náði að skapa sér færi í upphafi leiks, en Sædís segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að íslenska liðið myndi lenda í basli í kvöld. „Mér persónulega leið ekki illa og ég vissi að við myndum fá færi. Auðvitað fengu þær líka sín færi, en okkur tókst að koma boltanum í netið og það er það sem þetta snýst um. Eins og ég segir er 3-0 bara geggjað og eftir að við skorum þetta fyrsta mark fannst mér þetta engin spurning.“ Þá segir hún einnig mikilvægt fyrir íslenska liðið að hafa náð að bæta öðru markinu við strax í kjölfar þess fyrsta. „Virkilega sterkt að ná þessu inn strax eftir fyrsta markið og auðvitað gefur það okkur meira. Það er miklu betra að hafa 2-0 forystu en 1-0 forystu því það er stutt á milli í þessu. 2-0 er auðvitað það sem maður kýs.“ Sveindís Jane Jónsdóttir bætti svo þriðja marki Íslands við tiltölulega snemma í seinni hálfleik og segir Sædís að það hafi endanlega drepið leikinn. „Mér fannst við í rauninni eiginlega drepa þetta bara eftir fyrsta markið og eftir annað markið hafði maður aldrei áhyggjur. En það er stutt á milli í þessu og maður þarf að vera vakandi þannig það var virkilega sterkt að ná í 3-0 heimasigur.“ Sædís segir það einnig hafa verið gott að sjá að íslenska liðið tók fótinn aldrei af bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera komið með þriggja marka forskot. „Persónulega langaði mig bara í meira. Kannski hefði maður þurft að halda betur í boltann stundum en okkur langaði bara í meira. En eins og ég segi er 3-0 bara flott.“ Hún segir sigurinn vera mikilvægt og gott veganesti inn í næsta leik liðsins, gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. „Ég held að ef að við spilum okkar leik þá eigum við séns í öll lið. Þannig að mér finnst þetta bara undir okkur komið,“ sagði Sædís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28 „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
„Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28
„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39