Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, er fyrstur á Sprengisandinn í dag. Efnahagsmálin verða á dagskrá, staðan og framtíðin, verðbólgan sem áfram dunar, vextirnir sem lítið lækka. Kunnuglegt stef.
Þau Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ætla að ræða stöðuna í forsetakjörinu eftir að forsætisráðherrann tilkynnti á föstudag að hún byði sig fram til embættis forseta. Hvaða pólitísku afleiðingar getur það haft?
Næst mætir svo Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, og stendur fyrir sínu máli í upphafi kosningabaráttu um embætti Forseta Íslands.
Í lok þáttar ætla þeir Kristján Kristjánsson og Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor á Akureyri, að horfa út í heim, ræða stöðuna á Gaza sem gæti verið að breytast eftir Ísraelsher réðist á hjálparstarfsmenn en horfa líka til Úkraínu og þeirrar ákvörðunar Íslendinga að verja fé til vopnakaupa fyrir Úkraínuher, þvert á það sem við áður höfum gert á átakasvæðum.