Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2024 22:30 Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli. Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira