Juventus var án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum þar sem liðið hafði tapað tveimur og gert tvö jafntefli. Federico Gatti kom liðinu þó í forystu gegn Fiorentina eftir rétt rúmlega tuttugu mínútur í kvöld.
Dusan Vlahovic virtist svo vera að tvöfalda forystu Juventus gegn sínum gömlu félögum þegar hann kom boltanum í netið á 32. mínútu, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af vegna rangstöðu.
Þrátt fyrir nkkur ágætis færi á báða bóga það sem eftir lifði leiks urðu mörkin hins vegar ekki fleiri og niðurstaðan varð 1-0 sigur Juventus. Juventus situr í þriðja sæti ítölsku deildarinnar með 62 stig eftir 31 leik, 17 stigum á eftir toppliði Inter.
Fiorentina situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 43 stig.