Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 06:44 Hermaður situr og fær sér smók á meðan íbúi hreinsar til eftir árásir í Zaporizhzhia-héraði. AP/Andriy Andriyenko Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu Hann segir árásir af þessu tagi auka áhættuna á alvarlegu kjarnorkuslysi verulega. Grossi birti yfirlýsingu á X/Twitter þar sem hann staðfesti að þrjú skot hefðu hæft verið. Um væri að ræða fyrstu árásina af þessu tagi frá því í nóvember árið 2022, þegar hann gaf út leiðbeiningar um það hvernig aðilar ættu að hegða sér til að forða kjarnorkuslysi. Rússneskir embættismenn við kjarnorkuverið saka Úkraínumenn um að hafa gert drónaárás á það í gær en öryggisyfirvöld í Úkraínu vísa ásökununum til föðurhúsanna. Þau segja árásir Rússa á verið löngum hafa verið þátt í glæpsamlegum aðgerðum innrásarhersins. Today, for the first time since Nov 2022 & after I set out 5 basic principles to avoid a serious nuclear accident w/ radiological consequences,@IAEAorg s #ISAMZ confirmed that at least 3 direct hits against ZNPP main reactor containment structures took place. This cannot happen.— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) April 7, 2024 Stjórnendur kjarnorkuversins segja engar alvarlegar skemmdir hafa orðið né heldur slys á mönnum. Rússneska kjarnorkumálastofnunin Rosatom sagði þrjá hins vegar hafa særst í „fordæmalausum“ drónaárásum á verið. Mennirnir voru sagðir hafa slasast þegar ráðist var á svæði nærri mötuneyti kjarnorkuversins. Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og áhyggjur hafa verið uppi frá því að Rússar tóku verið á sitt vald skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu. Slökkt var á kjarnakljúfunum en verið þarfnast orku og mannafla til að viðhalda kælikerfi versins og öðrum öryggiskerfum. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Hann segir árásir af þessu tagi auka áhættuna á alvarlegu kjarnorkuslysi verulega. Grossi birti yfirlýsingu á X/Twitter þar sem hann staðfesti að þrjú skot hefðu hæft verið. Um væri að ræða fyrstu árásina af þessu tagi frá því í nóvember árið 2022, þegar hann gaf út leiðbeiningar um það hvernig aðilar ættu að hegða sér til að forða kjarnorkuslysi. Rússneskir embættismenn við kjarnorkuverið saka Úkraínumenn um að hafa gert drónaárás á það í gær en öryggisyfirvöld í Úkraínu vísa ásökununum til föðurhúsanna. Þau segja árásir Rússa á verið löngum hafa verið þátt í glæpsamlegum aðgerðum innrásarhersins. Today, for the first time since Nov 2022 & after I set out 5 basic principles to avoid a serious nuclear accident w/ radiological consequences,@IAEAorg s #ISAMZ confirmed that at least 3 direct hits against ZNPP main reactor containment structures took place. This cannot happen.— Rafael MarianoGrossi (@rafaelmgrossi) April 7, 2024 Stjórnendur kjarnorkuversins segja engar alvarlegar skemmdir hafa orðið né heldur slys á mönnum. Rússneska kjarnorkumálastofnunin Rosatom sagði þrjá hins vegar hafa særst í „fordæmalausum“ drónaárásum á verið. Mennirnir voru sagðir hafa slasast þegar ráðist var á svæði nærri mötuneyti kjarnorkuversins. Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu og áhyggjur hafa verið uppi frá því að Rússar tóku verið á sitt vald skömmu eftir innrás þeirra í Úkraínu. Slökkt var á kjarnakljúfunum en verið þarfnast orku og mannafla til að viðhalda kælikerfi versins og öðrum öryggiskerfum.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira