Fordæma kynleiðréttingaraðgerðir og staðgöngumæðrun Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 13:28 Frans páfi hefur fordæmt kynjafræði sem verstu hættuna sem steðji að mannkyninu um þessar mundir því hún sækist eftir því að eyða muninum á körlum og konum. AP/Gregorio Borgia Páfagarður lýsir kynleiðréttingaraðgerðum og staðgöngumæðrun sem alvarlegu broti gegn mannlegri virðingu í nýrri stefnuyfirlýsingu sem var birt í dag að skipan páfa. Afstaða kaþólsku kirkjunnar til þess er þannig sú sama og til þungunarrofs og líknardráps. Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar. Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar.
Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira