Vel meðvitaðar um ógnina sem felst í Sveindísi Jane Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 15:30 Sveindís Jane fagnar marki sínu gegn Póllandi í 3-0 sigri Íslands á dögunum vísir / hulda margrét Þýska pressan sem og leikmenn þýska landsliðsins eru vel meðvitaðir um getu Sveindísar Jane Jónsdóttur innan vallar fyrir leik Þýskalands og Íslands í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun. Liðsfélagar Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, hrósa henni hástert í aðdraganda leiksins en eru um leið vel meðvitaðir um styrkleika hennar og reyna að gera liðsfélögum sínum ljóst hvað sé í vændum. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands á morgun er viðureign toppliða fjórða riðils í A-deild undankeppninnar. Bæði lið fóru með sigur úr býtum í viðureignum sínum í fyrstu umferð, Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Póllandi heima á Kópavogsvelli á meðan að þær þýsku lentu í basil með nágranna sína frá Austurríki en höfðu að lokum 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks. Í íslenska landsliðinu er að finna góðan hóp leikmanna sem að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Meðal þeirra leikmanna er Sveindís Jane sem hefur getið sér gott orð með liði Wolfsburg. Þjóðverjarnir hafa ekki bara áhyggjur af maraskorun og sköpunargáfu Sveindísar Jane. Þeir eru einnig vel meðvitaðir um ógnina sem skapast út frá löngu innköstum hennar. „Hún er hreint út sagt frábær leikmaður,“ segir Vivien Endemann, liðsfélagi Sveindísar hjá Wolfsburg og leikmaður þýska landsliðsins. „Hún býr yfir gríðarlega miklum hraða og löngu innköstin hennar eru raunverulegt vopn.“ Kathrin Hendrich, leikmaður Þýskalands sem einnig spilar með Sveindísi hjá Wolfsburg, telur sig svo hafa lausnina við því að stoppa Sveindísi. „Maður verður að trufla hana ítrekað um leið og hún fær boltann. Ef hún kemst á skrið þá verður erfitt að stoppa hana.“ Búist er við um og yfir fimmtán þúsund manns á leik Þýskalands og Íslands á morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen. Þýska liðið mætir til leiks með töluverða pressu á sér efir nauman sigur gegn nágrönnum sínum frá Austurríki í fyrstu umferð undankeppninnar. Þá dregur það ekki úr pressunni fyrir leikmenn liðsins að verðandi þjálfari þess, Christian Wück sem mun taka við þýska landsliðinu, eftir Ólympíuleikana í sumar, af bráðabirgðaþjálfaranum Horst Hrubesch, verður á meðal áhorfenda á Tivoli leikvanginum. Verður það í fyrsta sinn sem hann mætir á leik hjá liðinu eftir að greint frá því að hann yrði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands á morgun er viðureign toppliða fjórða riðils í A-deild undankeppninnar. Bæði lið fóru með sigur úr býtum í viðureignum sínum í fyrstu umferð, Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Póllandi heima á Kópavogsvelli á meðan að þær þýsku lentu í basil með nágranna sína frá Austurríki en höfðu að lokum 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks. Í íslenska landsliðinu er að finna góðan hóp leikmanna sem að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Meðal þeirra leikmanna er Sveindís Jane sem hefur getið sér gott orð með liði Wolfsburg. Þjóðverjarnir hafa ekki bara áhyggjur af maraskorun og sköpunargáfu Sveindísar Jane. Þeir eru einnig vel meðvitaðir um ógnina sem skapast út frá löngu innköstum hennar. „Hún er hreint út sagt frábær leikmaður,“ segir Vivien Endemann, liðsfélagi Sveindísar hjá Wolfsburg og leikmaður þýska landsliðsins. „Hún býr yfir gríðarlega miklum hraða og löngu innköstin hennar eru raunverulegt vopn.“ Kathrin Hendrich, leikmaður Þýskalands sem einnig spilar með Sveindísi hjá Wolfsburg, telur sig svo hafa lausnina við því að stoppa Sveindísi. „Maður verður að trufla hana ítrekað um leið og hún fær boltann. Ef hún kemst á skrið þá verður erfitt að stoppa hana.“ Búist er við um og yfir fimmtán þúsund manns á leik Þýskalands og Íslands á morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen. Þýska liðið mætir til leiks með töluverða pressu á sér efir nauman sigur gegn nágrönnum sínum frá Austurríki í fyrstu umferð undankeppninnar. Þá dregur það ekki úr pressunni fyrir leikmenn liðsins að verðandi þjálfari þess, Christian Wück sem mun taka við þýska landsliðinu, eftir Ólympíuleikana í sumar, af bráðabirgðaþjálfaranum Horst Hrubesch, verður á meðal áhorfenda á Tivoli leikvanginum. Verður það í fyrsta sinn sem hann mætir á leik hjá liðinu eftir að greint frá því að hann yrði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira