Þessir líklegastir til að ná í gegn í baráttunni um Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2024 13:41 Baráttan um Bessastaði með augum skopteiknarans og bridge-snillingsins Aðalsteins Jörgensen. Aðalsteinn Jörgensen Aðalsteinn Jörgensen briddsspilari með meiru dundar sér við að teikna í frístundum og nú slagurinn um Bessastaði efstur á blaði. „Ég hef verði að dúllast í þessu að gamni mínu, myndir af spilurum og fjölskyldu og ég fór að leika mér að þessu í morgun,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Hann segist vera búinn að gera upp hug sinn, hvað hann kýs en það sé nú bara fyrir hann að vita. Aðalsteinn notar teikniforrit og svo hefur gervigreindin komið inn sem gerir þetta allt miklu þægilegra. En hann verður að vita hvað hann vill og hvað hann er að gera. „Ég byrjaði á að svæla út mynd af Bessastöðum, breyti þeirri ljósmynd í teiknaða mynd,“ segir Aðalsteinn og lýsir því að andlitin sem hann finnur á netinu séu misjafnlega skýr. Og stundum þarf hann að draga þau í gegnum teikniforrit. Aðalsteinn Jörgensen dundar sér við að teikna í frístundum og hann náði að kjarna baráttuna um Bessastaði í sinni nýjustu myndi.facebook „Fyrsta hugmyndin var sú að þarna væru tveir menn að skilmast. Og það væru þá Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson. Svo er náttúrlega Felix Bergsson með í pakkanum. Svo kemur Katrín Jakobsdóttir í rólegheitum í fallhlíf og hirðir þetta. En svo þurfti fylla betur út í myndina.“ Aðalsteinn telur að þeir níu sem séu á myndinni séu svona þeir sem muni eitthvað láta að sér kveða í kosningunum. Þó 70 séu enn á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. „Jújú, maður er að gera það,“ segir Aðalsteinn þegar hann er spurður um bridge-inn. „Ég er enn í landsliðinu en ég ætlaði að vera löngu hættur. Þarna ´91, þegar við urðum heimsmeistarar, var ég bara um þrítugt. Þeir félagar mínir voru um, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson voru 45 um og ég skildi ekki hvað þeir voru að gera í liðinu, mér fannst þeir svo gamlir. En nú er ég orðinn 64 ára og enn er ég í liðinu,“ segir Aðalsteinn og hlær að því hversu viðhorf manns gegn aldri vilja breytast með tímanum. Forsetakosningar 2024 Bridge Forseti Íslands Myndlist Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
„Ég hef verði að dúllast í þessu að gamni mínu, myndir af spilurum og fjölskyldu og ég fór að leika mér að þessu í morgun,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Hann segist vera búinn að gera upp hug sinn, hvað hann kýs en það sé nú bara fyrir hann að vita. Aðalsteinn notar teikniforrit og svo hefur gervigreindin komið inn sem gerir þetta allt miklu þægilegra. En hann verður að vita hvað hann vill og hvað hann er að gera. „Ég byrjaði á að svæla út mynd af Bessastöðum, breyti þeirri ljósmynd í teiknaða mynd,“ segir Aðalsteinn og lýsir því að andlitin sem hann finnur á netinu séu misjafnlega skýr. Og stundum þarf hann að draga þau í gegnum teikniforrit. Aðalsteinn Jörgensen dundar sér við að teikna í frístundum og hann náði að kjarna baráttuna um Bessastaði í sinni nýjustu myndi.facebook „Fyrsta hugmyndin var sú að þarna væru tveir menn að skilmast. Og það væru þá Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson. Svo er náttúrlega Felix Bergsson með í pakkanum. Svo kemur Katrín Jakobsdóttir í rólegheitum í fallhlíf og hirðir þetta. En svo þurfti fylla betur út í myndina.“ Aðalsteinn telur að þeir níu sem séu á myndinni séu svona þeir sem muni eitthvað láta að sér kveða í kosningunum. Þó 70 séu enn á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. „Jújú, maður er að gera það,“ segir Aðalsteinn þegar hann er spurður um bridge-inn. „Ég er enn í landsliðinu en ég ætlaði að vera löngu hættur. Þarna ´91, þegar við urðum heimsmeistarar, var ég bara um þrítugt. Þeir félagar mínir voru um, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson voru 45 um og ég skildi ekki hvað þeir voru að gera í liðinu, mér fannst þeir svo gamlir. En nú er ég orðinn 64 ára og enn er ég í liðinu,“ segir Aðalsteinn og hlær að því hversu viðhorf manns gegn aldri vilja breytast með tímanum.
Forsetakosningar 2024 Bridge Forseti Íslands Myndlist Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira