Hryðjuverkamálið til Landsréttar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 17:18 Ísidór Nathansson og Sindri Snær Birgisson eru sakborningar í málinu. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða hryðjuverkamáli til Landsréttar. Áfrýjað er til sakfellingar fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Sindri snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru sýknaðir í héraðsdómi af þeim hluta málsins. Þetta kom fram í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is. Ríkissaksóknari krefst einnig staðfestingar á sakfellingu í þeim hluta málsins sem snýr að vopnalagabroti. Farið er fram á refsiþyngingu. Sindri Snær hlaut tveggja ára dóm og Ísidór átján mánaða dóm. Sakborningarnir voru handteknir þann 21. september 2022 í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og Mosfellsbæ. Þeir voru fyrst ákærðir í október sama árs en ákærunni var vísað frá dómi í febrúar ári síðar. Í júní á síðasta ári ákærði embætti héraðssaksóknara þá aftur og var sú ákæra talsvert lengri og ítarlegri. Mikið hefur verið fjallað um mál þeirra tveggja í fjölmiðlum undanfarin ár. Sindri og Ísidór hlutu dóm fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta til en voru sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að skipulagningu hryðjuverka. „Í mínum huga er ekki tilefni til þess að áfrýja þessu áfram. Þó að þetta sé fyrsta hryðjuverkamálið þá reynir þetta bara á tilraun. Ég hef trú á því að héraðsdómur hafi farið eftir fræðibókunum um tilraun og þá hlutdeild í tilefni hans umbjóðanda. Það eru engin rök sem mæla sérstaklega með áfrýjun,“ hafði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakbornings málsins, að segja eftir að dómur var upp kveðinn. Embætti ríkissaksóknara hefur þó greinilega talið tilefni til áfrýjunar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. 12. mars 2024 13:04 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Þetta kom fram í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is. Ríkissaksóknari krefst einnig staðfestingar á sakfellingu í þeim hluta málsins sem snýr að vopnalagabroti. Farið er fram á refsiþyngingu. Sindri Snær hlaut tveggja ára dóm og Ísidór átján mánaða dóm. Sakborningarnir voru handteknir þann 21. september 2022 í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og Mosfellsbæ. Þeir voru fyrst ákærðir í október sama árs en ákærunni var vísað frá dómi í febrúar ári síðar. Í júní á síðasta ári ákærði embætti héraðssaksóknara þá aftur og var sú ákæra talsvert lengri og ítarlegri. Mikið hefur verið fjallað um mál þeirra tveggja í fjölmiðlum undanfarin ár. Sindri og Ísidór hlutu dóm fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta til en voru sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að skipulagningu hryðjuverka. „Í mínum huga er ekki tilefni til þess að áfrýja þessu áfram. Þó að þetta sé fyrsta hryðjuverkamálið þá reynir þetta bara á tilraun. Ég hef trú á því að héraðsdómur hafi farið eftir fræðibókunum um tilraun og þá hlutdeild í tilefni hans umbjóðanda. Það eru engin rök sem mæla sérstaklega með áfrýjun,“ hafði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakbornings málsins, að segja eftir að dómur var upp kveðinn. Embætti ríkissaksóknara hefur þó greinilega talið tilefni til áfrýjunar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. 12. mars 2024 13:04 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
„Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42
Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. 12. mars 2024 13:04